Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 9
Hlín
7
HjúkrunarkvennaEjelag íslands vann að því af miklurn
dugnaði að taka á móti 500 norrænum hjúkrunarkonum,
sem hjeldu hjer 6. norræna mót sitt 1939. — Samtök höfðu
einnig íslenskar konur urn fjöldamóttöku norrænna
kvenna 1949, og fórst það vel úr hendi.
Hin sambandsbundu fjelög hafa nær því öll unnið að
fræðslu kvenna á ýmsan hátt: Hrynt á stað húsmæðra-
skólum og styrkt þá í starfi, haldið námsskeið svo hundr-
uðum skiftir: í matreiðslu, saumum, vefnaði, hjálp í við-
lögum, garðyrkju o. s. frv. — Þá hafa flest sambandsfjelög-
in á einn eða annaivhátt stutt kirkjulegt starf: Gefið kirkj-
unurn fagra muni, prýtt umhverfi kirknanna o. s. frv. —
Fjölmörg fjelög byrja þing sín með messugerð. — Sunnu-
dagaskóla fyrir börn liáfa nokkur fjelög starfrækt. — Þá
hafa verið haldnar fjölmargar sýningar á vegum fjelag-
anna. — Og ekki verður það tölum talið, sem kvenfjehigin
hafa hjálpað, þar sem veikindi eða aðrir erfiðleikar hafa
steðjað að.
Fjelagsbundnar konur um alt land hafa tekið sjer fyrir
hendur að safna fje til Hallveigarstaða, sem gert er ráð
fyrir að verði fjelagsheimili fyrir konur í og utan Reykja-
víkur. — Eiga mörg fjelög þar herbergi (10 þúsund kr.).
Einstaka kvennasambönd hafa gengist fyrir hvíldarviku
húsmæðra í Húsmæðraskóla síns hjeraðs og styrkt það að
nokkru, hefur það mælst mjög vel fyrir, verið vel þegið
og hefur orðið konunum bæði til hressingar og lærdóms.
— Óskandi að sem flest Sambönd sjái sjer fært að taka upp
þennan sið.
Til þess að glæða fjelagsandann og auka kynninguna
fara konurnar oft skemri og lengri skemtiferðir saman,
hafa kvöldvökur til skiftist á heimilum sínum o. s. frv.
Fjelagskonur hjálpa með örnefnasöfnun og mynda-
söfnun, hafa aðstoðað við kvikmyndatökur sýslnanna
o. s. frv.