Hlín - 01.01.1953, Page 17
Hlin
15
samtök sín „Kvindernes frivillige beredskab“ eða
„Heimevern“.)#
Danmörk: í dönsku húsmæðrafjelögunum (De danske
husmoderforeninger) eru 37 þúsund konur. — Merkisberi
hreyfingarinnar í húsmæðrafræðum í Danmörku er frú
Magðalena Lauridsen, stofnandi kenslukonuskólans í
Ankerhus í Sórey á Sjálandi. — Skólinn átti 50 ára afmæli
1952. — „Mor Magda“, eins og hún er kölluð um alla
Danmörku, átti 80 ára afmæli 25. apríl 1953. Hún Iiefur
starfað um 60 ár að kenslu í luismóðurfræðum og haft
mikil og margvísleg áhrif á alla lulsmæðrafræðslu þar í
landi.
í hinum nýja og fagra háskóla í Árósum á Jótlandi er
sjerdeild fyrir húsmæðrafræðslu (framhaldsnám), og bygg-
ing reist fyrir háskólanemendur (Kvindekollegium), þar
geta 50 konur búið í sjerherbergjum með mjög vægum
kjörum. — Til byggingarinnar hefur kenslukona ein þar
í borginni safnað fje af miklum dugnaði. — Eiga þar bæði
stofnanir og einstaklingar herbergi. — íslenska ríkið lagði
sinn skerf, svo ein íslensk stúlka á þar jafnan rúm („Fin-
sens stofa“). — Síðastliðinn vetur stunduðu 3 íslenskar
stúlkur þarna nám. — Skúli Guðjónsson er prófessor við
þessa stofnun.
H. B.
*Þess má minnast til gamans, að Svisslendingar, sem hafa verið
lausir við innrás í land sitt í hálfa aðra öld, hafa, auk almennrar
herskyldu, tekið upp þá tilhögun, að hverjum vopnfærum manni
ber skylda til að eiga byssu í góðu standi og viðeigandi einkennis-
búning (allan þann búnað á eigin kostnað) og mæta á vissum
tímum og sýna áhöld sín og sanna skothæfni sína. — Þeir vilja
vera viðbúnir hvað sem að höndum ber.