Hlín - 01.01.1953, Page 22
20
Hlin
sungið lengi, lengi og sumarhúmið hneig yfir. Að síðustu
var spilað: „Nú ríkir kyrð í djúpum dal“, sungið af okkar
ágæta söngvara Pjetri Jónssyni. — Þannig endaði þessi
yndislegi sumardagur. — Þetta fanst sveitabörnum í þá
daga sannarlegt æfintýr. — Oft átti þessi yndislegi fónn
eftir að skemta manni. — Eitt sinn spurði jeg Guðnýju
að því, hvernig henni hefði farið að koma til hugar að fá
sjer gramófón. — Hún brosti góðlátlega og sagði: „Jeg
vildi lofa litlu stúlkunum mínum að heyra eitthvað
fallegra en sönglið í okkur.“ — Svona breytti hún í einu
og öllu við okkur.
Hjeðan fór Guðný alfarin vorið 1918. Hún fór þá til
Ragnheiðar systur sinnar á Fossvöllum og Gunnars manns
hennar. — Síðan fór hún í Hnefilsdal til Guðríðar og
Björns hreppstjóra Þorkelssonar. Guðríður kona Björns
var bróðurdóttir Stefáns manns Guðnýjar. — Hnefils-
dalshjónin reyndust Guðnýju minni sannir vinir, bæði
fyr.og síðar. Voru þau hjón henni mjög kær. Stefán sonur
þeirra (nú mjólkurfræðingur í Reykjavík) bar nafn Stef-
áns sonar Guðnýjar.
í Teigaseli, hjá systkinum Guðnýjar, þeirn Þorleifi og
Sólveigu, ólst upp frænka þeirra, Guðný Árnadóttir, nú
búsett á Vopnafirði. Guðný kom henni þangað í fóstur,
því þá var hún hætt að búa — og lagði sjálfsagt mikið til
uppeldis hennar. — Guðný var síðustu 6 árin hjá Önnu
systur minni og manni hennar Jóni Sigmundssyni í
Gunnhildargerði. Hún batt mikla trygð við börnin þar,
sjerstaklega við Guðrúnu, næst elstu stúlkuna. Hún laun-
aði með sinni barnslegu blíðu. Eitt sinn var jeg stödd út í
Gunnhildargerði. — Við Guðný vorum einar heima, og
vorum hvor með sína stúlku. Guðný var að láta vel að
Gunnu litlu. — Jeg segi þá við hana, að Gunna muni vera
síðasta barnið, sem hún taki trygð við. Hún játar því.
Situr hljóð um stund, en segir svo: „Altaf man jeg þegar
jeg kom fyrst í Birnufell, og þú settist í keltu rnína. Þá
fanst mjer Guð hafa sent mjer ykkur, móðurlausu smá-