Hlín - 01.01.1953, Page 26

Hlín - 01.01.1953, Page 26
24 Hlin raddir. Nú var ekki amalegt í frístundum að hafa Arn- grím með, sem var hljómlistamaður af lífi og sál, hafði með sjer fiðlu, sem hann smíðaði sjálfur, spilaði bæði á liana og flautu, og var þá víst oft kátt á hjalla. Fljótt eftir komu Arngríms að Skinnastað munu hugir þeirra ljósu hafa dregist helst til mikið saman, því sá ann- marki var á, að Arngrímur var giftur maður, er funduin þeirra bar saman. — Ekki mun þurfa að lýsa þeirri sálar- angist, sem hin unga prestsdóttir hefur orðið að þola, er hún fann sig nreð ómótstæðilegu afli dragast að giftum manni, og alla sína æfi taldi hún sig þá hafa syndgað svo mikið, að sá blettur yrði tæpast af sjer þveginn. En sjálf vil jeg segja þetta, að ef Guð lítur í náð sinni á verk okk- ar ófullkominna manna og umbunar þau, sem vel eru unnin, að þá muni þessi synd ljósu minnar hafa verið með öllu útþurkuð. Eftir að Arngrímur hvarf heim til konu og barna, fæddi Þórunn honum yndislega dóttur, sem var vatni ausin og gefið nafn móðursystur sinnar, Önnu. — Engin dul skal á það lögð, að nærri óbærilegt var fyrir hina blíðu og hreinu sál ljósu minnar að finna nánustu ættmenn og vini líta á sig sem fallna konu. — Hennar mesti styrkur mun þá hafa verið systur hennar, sem báru blak af henni eins og þær best gátu, ekki síst Anna, sem var næst henni að aldri. — Þá var líka litla stúlkan hennar svo dásamlegur sólargeisli, að hennar vegna var alt hægt að þola. Foreldrar Þórunnar hafa nú eflaust talið sjer bera skylda til að bjarga henni, að svo miklu leyti sem unt væri, upp úr þeirri smán, sem hún var talin liafa bakað sjer og heimili sínu. — Að Skinnastað kom þá biðill að leita ráðahags við Ijósu ,og var hún honum gefin. — Mað- ur sá lijet Þórarinn Stefánsson, bóndi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, faðir síra Þórarins á Valþjófsstað og þeirra systkina. — Þórarinn var ekkjumaður að tveimur prests- dætrum, og var því ljósa þriðja prestsdóttirin er hann giftist. — Þórarinn var ágætis maður, en kominn það til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.