Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 29
Hlin
27
og því engrar hjálpar að vænta, koni henni þá vel trúar-
styrkur hennar, sem jeg held að lvafi verið svo mikill, að
hann hefði getað flutt fjöll. — Sagði hún, að undir slíkum
kringumstæðum hefði hún ætíð lagst á bæn við rúm
sængurkonunnar og sent heita bæn í barnslegu trúar-
trausti til hans, sem alls er megnugur, og brást þá ekki,
er hún hafði dvalið um stund með Guði sínum, að hún
var bænlieyrð. — Er hún svo vitjaði aftur um konuna,
fanst henni alt liafa tekið breytingum til þess betra, og
hún var fullviss þess, að öllu gæti hún bjargað.
Er hún hafði verið ekkja nokkur ár, varð Arngrímur
ekkjumaður, og mun hann þá fljótt hafa leitað á fund
ástmeyjar sinnar frá Skinnastað. — Var nú haldið brúð-
kaup og ljósa, sem enn var ung og falleg, mun hafa skart-
að vel í gleði sinni og verið yndisleg brúður, þegar hún
gekk á brúðarbekkinn með þeim manni, er hún hafði
unnað hugástum frá því hún leit liann í fyrsta sinn. — Nú
byrjaði nýr kafli í æfi hennar. — Þau Arngrímur dvöldu
nú um stundarsakir með föður hennar, sem nú var fluttur
að Völlum í sömu sveit, þá ekkjumaður. — Lífið var nú
yndislegt. — Þó Arngrímur væri nokkuð vínhneigður og
lifði allur í heimi listarinnar, og af þeirn ástæðum lítt
fær um að sjá heimili þeirra farborða, hef jeg það fyrir
satt, að hún liafi aldrei sjeð blett á rnanni sínum, hún dáði
hann og taldi hann öllum öðrum yndislegri og ágætari.
Faðir minn, síra Kristján Eldjárn, sagði mjer líka, að
það liefði verið sjer óblandin ánægja að kynnast Arn-
grími, taldi hann óvanalega skemtilegan og ósvikinn lista-
mann af lífi og sál. — Þórunn fæddi manni sínum fjögur
börn, hvert öðru mannvænlegra. Nöfn þeirra eru:
). Petrína, Angantýr, lijörg og Nanna.
Þegar síra Hjörleifur átti eftir eilt ár til að hafa þjón-
að prestsembætti í 50 ár, taldi hann sig ekki lengur færan
um að sinna prestskap, sagði því af sjer og flutti sig, vegna
innilegrar óskar Bjargar dóttur sinnar, sem þá var orðin
ekkja, og bjó að.Lóni í Kelduhverfi. — Eluttu þá Þórunn