Hlín - 01.01.1953, Side 37
Hlín
35
harm sinn í ljósi eins og
hún hefði kosið helst. —
Hnn var snemma mikil trú-
kona og taldi alt sitt ráð í
Drottins hendi, og mun
því, er tímar liðu, hafa
náð skapi sínu að mestu,
enda var ekkert fjær skapi
hennar en örvinglun eða
athafnaleysi.
Skömmu seinna varð
hún, gegn vilja sínum, að
* flytja burt úr Axarfirði,
vegna þess að faðir hennar
átti ekki Klifshaga, og eig-
andinn vildi fá jörðina eða hluta hennar til sinna þarfa.
Þessa burtför harmaði hún alla æfi og hataði alla búferla-
flutninga, þó jiað ætti einmitt fyrir henni að liggja.að
skifta oft um verustaði, og aitaf óánægð, eins og jeg kem
síðar að. — Hún flutti að Kollavík í Þistilfirði með for-
eldrum sínum og saknaði sáran æskustöðvanna, því henni
fanst enginn staður á landi voru eins fagur og Axarfjörð-
ur, og ])ó fallegast að Klifsliaga. — Nokkru eftir að hún
kom í Þistil fjörð giftist hún föður mínum, frænda sín-
um (þau voru systkinabörn), Eiríki Kristjánssyni frá Völl-
um í Þistilfirði, miklum gáfu- og dugnaðarmanni. — Þau
byrjuðu búskap með svo lítil efni, að færi jeg að segja
livað Ijústofn þeitra var lítill fyrstu árin, mundi enginn
trúa mjer.
Þau voru að sumu leyti ólík foreldrar mínir, hún fast-
heldin og vildi véra. á sarna stað og rækta þar og byggja til
frambúðar, en liann vildi vera þar, sem honum fanst best
Iienta og taldi ekki eftir sjer búferlaflutning og annað erf-
iði, ef hann hjelt sig ná í betra kot við skiftin. — Enda
bjuggu þau á fimm jörðum fyrstu 14 búskaparár sín, og
höfðu þá eignast sjö börn og komist yfir töluvert gott bú
3*