Hlín - 01.01.1953, Side 43
Hlin
41
að landi hinum megin ár-
innar. — Mundi hún versið
alla æfi, en vissi ekki til að
hún hefði kunnað það áð-
ur. — Versið er vsona:
,,Ó, skyldi jeg örvinglast?
Ó nei, jeg trúi fast
míns Jesú öllum orðum,
er jafnan standa í skorðum.
Þjer einum Jdví jeg treysti
þjer, sem mig endurleysti.”
Þennan draum rjeði móð-
ir mín fyrir æfi sinni/ og
mun Jrað liafa verið rjett,
því æði oft, hygg jeg, að lífsbyrði hennar hefði orðið
henni ofraun, ef hin bjarta og örugga guðstrú hefði ekki
verið sá lífskraftur, sent hjelt henni uppi, og hefur sá
arfur frá henni reynst okkur börnum hennar gulli dýr-
mætari í okkar lífsbaráttu. — Ef móðir mín hefði notið
mentunar, eins og nú tíðkast, mundi hún hafa orðið góð
námsmanneskja. — Oft mintist hún æsku sinnar á Þverá.
Hvað sig hefði þá langað sárt til að læra að skrifa og
reikna. Mun lnin liafa beðið um að fá að læra að skrifa,
en fjekk Jrað svar, að ekki lifði hún á Jdví, heldur ætti lnin
að læra að viniia. — En löngunin var svo sterk, að hún bjó
sjer til blek úr sóti, og fjöðurstaf hafði hún fyrir penna. —
En illa gekk henni að ná í blað. Voru J^að helst gamlir
reikningar. En margan kinnhest kvaðst hún hafa fengið
fyrir þetta tiltæki. — En Jrrátt l'yrir Jressi erfiðu skilyrði,
varð móðir mín sæmilega sendibrjefsfær, enda hjelt hún
því vel við. — Þegar börnin voru farin frá henni, hjelt
hún áfrant að gefa Jreim ástúð sína og góð ráð gegnum
brjelin, og mun jeg aldrei gleyma, hve mikill styrkur
mjer var í Jrví að fá brjefin hennar.
Jeg var aðeins níu ára, þegar jeg fór alfarin til að vinna
Agústa Sigurðardóttir.