Hlín - 01.01.1953, Side 46
44
Hlín
í liópi þeirra var Kristjana Gunnlaugsdóttir, sauma-
kona, sem hjer verður minst með nokkrum orðum.
Einhver, sem mjer er færari, liefði fremur átt að skrá
þessa minningu, einliver af þeim, sem áttu leið með Krist-
jönu heitinni, og deildu við hana kjörum á liðinni tíð, þá
hefðu fengist fyllri og fjölskrúðugri frásögn, skýrari mynd
af æfi hennar og örlögum. — Jeg hef afspurnina eina við
að styðjast, minningar samferðafólks, og þeim fer nú óð-
um fækkandi, sem geta gefið öruggar upplýsingar, t. d.
um bernsku og æsku Kristjönu. — Sú mynd, sem hjer
verður dregin upp, verður því ófullkomnadi en vera ætti
— aðeins fáeinir frumdrættir, orðnir til af löngun tif að
koma í veg fyrir, að þessi eftirtektarverða og ágæta liag-
leikskona, liggi lengur þannig með öllu óbætt hjá garði.
Fyrir löngu hefði átt að hnýta henni minningarsveig. Nú
verður loks reynt að sýna lit á því, með því að fela „Hlín“
að geyma mynd hennar og æfiatriði í aðaldráttum, — í
þeirri trú, að þótt getan til að reisa minnismerkið sje
minni en vera bæri, sje þó veik tilraun betri en alger
gleymska og kæruleysi.
Kristjana Gunnlaugsdóttir er fædd árið 1855, að Litlu-
Tjörnum í Ljósavatnsskarði. — Foreldrar hennar voru
Gunnlaugur Sæmundsson (frá Heiðarhúsum á Flateyjar-
dalsheiði) og kona hans Sigurbjörg Halldórsdóttir, ættuð
úr Köldukinn. — Voru þau um skeið í húsmensku á Litlu-
Tjörnum, en höfðu fengist eitthvað við búskap áður, vís-
ast við lítil efni, eins og títt var á þeim árum. — Munu þau
hjónin bæði hafa verið ráðvendnismanneskjur og Sigur-
björg var auk þess myndarleg til allra verka og hreinlát.
Um sjerkenni og einstaka kosti Gunnlaugs er aftur á
móti ekkert kunnugt, en af þeim hæfileikum, sem síðar
komu fram hjá dóttur hans, þykir mega ætla, að honum
hafi a. m. k. verið sýnt um að halda laglega á verki. —