Hlín - 01.01.1953, Síða 48
46
Hlin
fyrir meinið, og var þá gerð róttækari aðgerð og tekið af
fætinum aftur og þá fyrir ofan hnjeð.
Mun hvorttveggja: áhöld og aðferð við þá læknisaðgerð
liafa verið með þeim hætti, að nú mundi slíkt þykja óhæfi-
legt með öllu. — Kristjana mun hafa legið allleiigi á
sjúkrahúsinu á Akureyri, en þegar læknavísindi þeirra
tíma megnuðu ekki að leggja henni lið framar, livarf Iniii
lieim í Litlu-Tjarnir. — Faðir hennar var þá látinn fyrir
löngu, en móðir hennar taldi þar heimili sitt ög í hennar
skjól flúði hin tvítuga dóttir, sem nú var orðin svo átak-
anlega fötluð, og enn veik, eða a. m. k. mjög máttfarin
eftir sjúkdómsstríðið, sem hafði verið svo langvint og sárt.
— Kristjana dvaldist allmörg næstu ár með móður sinni,
fyrst á Litlu-Tjörnum, en síðan á ýmsum bæjum í
Fnjóskadal og I.jósavatnsskarði og eitthvað í Möðrudal á
Fjöllum, en þangað fór Kristjana ein síns liðs, mun liafa
verið boðið að koma af Arnfríði húsfreyju, konu Stefáns
Einarssonar, en þær munu hafa verið kunnugar frá æsku-
áruin, er þær áttu heima á nálægum bæjum í Ljósavatns-
skarði. — Ekki mun Kristjana hafa verið lengi í Möðru-
dal. Þaðan flutti hún inn í Fnjóskadalinn aftur og skildi
ekki við liann síðan. — Lengst átti hún heimili á Belgsá,
eða um tuttugu ár.
Nokkrum árum eftir að Kristjana varð fyrir því áfalli
að missa fótinn, rjeðst Páll Jónsson bóndi á Landamóti,
og síðar Granastöðum í Köldukinn, í það að gera henni
gervilbt úr trje,en Páll var hirtn fjölhæfasti smiður og hag-
leiksmaður. — Ekki liefur mjer tekist að afla heimilda
um, hver tildrög lágu til þess að Páll lagði í þetta sjerstæða
og vandasama verk, en sennilegt verður að telja að ein-
hver hafi farið þessa á leit við liann fyrir Kristjönu hönd
og að fyrir áeggjan liafi gripur þessi orðið til. — Gervi-
fóturinn mun á vissan liátt Iiafa verið merkileg smíði og
varð Kristjönu mikill ljettir og styrkur að honum, en
raunar var liann alt annað en hentugur og að vonum var
honum í ýmsu áfátt. Hann var reyrður með ólum upp um