Hlín - 01.01.1953, Síða 49
Hlín
47
mjaðmirnar. En oft vildi sárna illilega undan röðum hans.
— Hann var líka altof þungur og klúr og hefur það efa-
laust ver-ið mikil þrekraun að dragast á honum, hækju- og
staflaust hvert spor, sem ganga þurfti um ósljetta braut
langrar æfi. Mun æfileið Kristjönu við þvílík skilyrði
liafa Verið sannkölluð þyrnibraut, þar sem hvert spor var
þungt og sárt. En það sýnir best hógláta og þroskaða skap-
gerð Kristjönu, og æðruleysi hennar gegn grátlegum ör-
lögum, að ekki kvartaði luin yfir kjörum sínum, nje ól
með sjer beiskju í garð þeirra, sem betur voru settir í bar-
áttu lífsins, eins og stundum vill þó henda þá, sem verða
ofurseldir mótlæti og þrautum.
Á seinni árum Kristjönu hefði að sjálfsögðu verið hægt
að útvega henni fullkomnari gervifót, ljettari og þægi-
legri, ef eftir því liefði verið leitað. 'En hún krafðist
einskis fyrir sjálfa sig í þeim efnum, fremur en öðrum, og
vaninn, þegar hann er orðinn rótgróinn, helgar jafnvel
það, sem í upphafi virðist óhæft. — Og hjer fór svo, að
enginn varð til þess að rjetta fram örvandi hönd til úr-
bóta. — Efalaust hefði það líka Ijett Kristjönu gönguna
hefði hún átt góðar hækjur til að styðjast við, en slíks
naut hún aldrei. — Jafnaðarlega mun hún líka hafa geng-
ið staflaust, aðeins stutt sig við veggi og húsmuni innan
dyra, en treyst á sinn heila fót úti á víðavangi. Á trjefætin-
um var líka einskonar spaði, sem hægt var að halda í og
gerði það ofurlítið auðveldara að halda jafnvæginu.
Þó að meirihluti þeirra starfa, sem Kristjana inti af
höndum um æfina, væru með þeim hætti, að hægt væri að
vinna þau í sæti sínu og með styrk og lagni handarinnar,
fyrst og fremst, þá vann hún þó, einkum á fyrri árum,
ýmis störf, sem kröfðust stöðugrar hreyfingar, svo sem
eldhússtörf allmikið og jafnvel heyvinnu, lítillega. —
Auðvelt hefur slíkt ekki verið fyrir liana svo fatlaða, og
mun enginn fá skilið til hlýtar hvað það kostaði hana, en
hægt er að skapa sjer hvílík þrekraun það var.