Hlín - 01.01.1953, Side 57
Hlin
55
þroska, sem einkent hefur
ýmsa kvenskörunga þessar-
ar þjóðar fyr og síðar. Hún
óx við liverja jrraut. Bogn-
aði aldrei og brast ekki fyr
en eítir óvenju langa æfi,
ef þá er hægt að segja, að
hún hafi brostið. Hún sofn-
aði aðeins til að safna kröft-
um til nýrra starfa. „Hún
kraup að fótum friðarboð-
ans, flaug á vængjum
morgunroðans meira að
starfa Guðs um geim,.“ —
Þrátt fyrir það, sem áður er
sagt, vildi jeg aðeins minn-
ast lítillega á nokkra þá eiginleika, sem einkendu hana
mest í mínum augum. Jeg trúi því, að hún sje hjer nálæg á
þessari stundu og heyri orð mín, og ekkert var fjarlægara
henni en það að sækjast eftir lofsyrðum. Því þó hún væri
óvenju vel orðfær, var henni þó tarnara að láta verkin
tala. — Það er ekki ofsagt, að meðfædd og tamin orðfærni
hennar var með afbrigðum. Margar setningar hennar
verða mjer ógleymanlegar, svo meitlaðar voru þær að
hugsun og rnáli, og þannig mun fleirum fara, sem kyntust
henni. — En hvaðan var henni þá kominn sá kraftur orða,
myndagnótt og meginkyngi? — Ekki frá neinum skóla,
því þar kom hún aldrei. Og þó myndi mörgum langskóla-
manninum hafa reynst fullerfitt að keppa við hana á því
sviði. — Hún ólst upp á afskektu heiðarbýli og bjó allan
sinn langa búskap við heiðina, þar sem hún var uppalin,
og endaði þar langa og athafnaríka æfi. — Það var ein-
mitt faðmur íslenskrar náttúru, með strangleika sínum og
blíðu, ásamt meðfæddum gáfum og listnæmi, sem gerðu
hana það, sem hún var. — í friði og næði sveitalífsins,
mitt í ströngum önnum dagsins, naut hún lmgsana sinna
Ólina Ólafsdóttir 83 ára.