Hlín - 01.01.1953, Page 58
56
Hlin
og drauma. — Þar voru engar tildurmyndir truflandi
sýndarmenningar að verki til að tvístra skarpri hugsun á
glapstigu grunnfærninnar. — Mjer detta í hug í þessu
sambandi orð Einars Benediktssonar í kvæðinu um Egil
Skallagrímsson, þegar hann er að lýsa mótun hins marg-
brotna afreksmanns og þess kynstofns, setn hann var
runninn af:
„Taugarnar þúsundir ísvetra ófu.
Ennið kvöldhimna-skararnir hófu.
Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn,
hjá kaldsóttri unn, undir þjótandi hlyn.
Og öld eftir öld grúfðu norðursins nætur
í niðdimmum rjáfrum, þar vöggubörn sváfu,
og önduðu hörku í hverja sin,
en hlúðu um lifsmeiðsins rcctur
Og svo nokkrar sundurlausar setningar teknar úr
sama kvæði:
„Og málið var bygt í brimslegnum grjótum
við bláhimins dýrð, undir málmfellsins rótum.“ —
„Þar hel og líf barðist harðast í landi,
hæstur, mestur reis norrænn andi.“
Á öðrum stað segir sama skáld:
„í hallarglaum var mitt hjarta fátt.
Hreysið jeg kaus með rjáfrið lága.
Geðið ber ugg, Jregar gengi er hátt.
Gleðin er lieilust og dýpst við Jrað smáa.“
Jeg hef gripið Jressar setningar skáldsins til að sýna, að
vitrustu menn líta svo á, að sterkustu þættir norrænnar
menningar, sjeu ekki til orðnir í sólskini hóglífsins, held-
ur þvert á móti.
Það er Jrví ekki svo undarlegt, þó að Jressi kona, þrátt
fyrir hörð lífskjör, yrði ókalin grein á hinum trausta og
þolna lífsmeiði íslenskrar Jtjóðar.