Hlín - 01.01.1953, Page 60
58
Hlín
hjón. Og þó voru þau altaf fremur veitandi en þiggjandi.
— Þó verður ekki sjeð á þessurn barnahóp, að hann hafi
skort heilbrigt og farsælt uppeldi .hvorki til líkama nje
sálar .Þau standa öll framarlega, hvert í sinni stjett. Eru
dugmikið og myndarlegt fólk, sjerstakt að hjálpfýsi og
mannúð. — Og Ölína gerði betur: Hún ól upp endur-
gjaldslaust, með aðstoð Jóhannesar sonar síns, mörg fleiri
börn, sum að öllu leyti, og önnur að meira eða minna
leyti.
Var það ekki skaði, að þessi kona lærði ekki á skólum?
Jeg veit það ekki. — Hún hefði þá sjálísagt orðið ágætur
rithöfundur og ræðuskörungur og hvað sem vera vildi í
þá átt. — En þá hefðu hæfileikar hennar sennilega dreifst
meira. — Og jeg held að þeir hafi notið sín ágætlega á því
sviði, sem þeirra var mest þörf.
Þessi kona var nrikil að gáfum, meiri að skapgerð, en
mest sem fórnfús móðir. — Og var hún ekki, þrátt fyrir
allt mentuð kona? — Jeg segi hiklaust já. — Lærdómur
skólanna er þó aldrei annað en tæki til mentunar. Því
sönn mentun er heilbrigður, mannlegur þroski. Stephan
G .Stepliansson sagði:
„Þitt er mentað afl og önd
eigirðu fram að bjóða:
glöggan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.“
Og myndi nokkur nraður dirfast að segja höfund þess-
ara ljóðlína ómentaðan, þó hann sæti aldrei á skólabekk?
Og hvað um Egil Skallagrímsson? Því nrintist jeg á
hann áðan, að hann var hámark þeirra kjörviða, senr vaxið
hafa áveðra í harðbýlu landi.----
Einar Benediktsson segir í fánakvæði sínu:
„Meðan sumarsólir bræða
svellin vetra unr engi og tún,
skal vor ást til íslands glæða