Hlín - 01.01.1953, Page 78
76
Hlin
ykkur oíurlitla sögu. — Hún er ekki af neinum stórvægi-
legum viðburði, en atvik að því, að hún valdist mjer nú
ykkur til handa, voru mjer svo eftirtakanleg, að jeg gat
ekki gengið fram hjá þeim.
Sagan er þannig:
Við höfum oft minst á það áður, að þegar frelsarinn
var að kenna, sagði hann dæmisögur til þess að hjálpa
eftirtekt og skilningi þeirra, sem lilustuðu á orð
lians. — Þessi saga er í sama stíl sögð og í samskonar til-
gangi. — Skal jeg nú dálítið útskýra ykkur efni hennar:
Sagan er í ósköp stuttu máli lífsleið manns, frá þeirn
æfitakmörkum, sem þið standið nú á, kæru ungmenni.
Foreldrar Sveins litla fóru frá honum ungum og
fluttu úr landi; þ. e. Guð kallaði þau til sín yfir dauð-
ans haf.
— Þegar fóstrendur hans skila honum, og hann á
sunnudagsmorgni kemur á land af fólksflutningaskip-
inu, til þess á eigin ábyrgð og af eigin ramleik að byrja
ferð til foreldra sinna, þá táknar það fermingardaginn
hans.
— Hann finnur ekki hvíld meðal manngrúans, hann
leitar kyrðarinnar í musteri hugleiðinga um Guð, sem
unaður í ríki náttúrunnar vekur svo oft. — Og hann
finnur þar hvíld í bæninni. — Góðlátlegi maðurinn þýðir
Drottinn, sem býður öllum þreyttum að koma til sín. —
Hann hjálpaði Sveini með því að vísa lionum á bústað
systkinanna, þ. e. sitt. blessaða orð, en þar búa systkinin:
Alvarlega systirin trúin, glaðlega systirin vonin og ástúð-
legi bróðirinn kcerleikurinn. — Og það voru þessir Guðs
englar: Trúin, vonin og kærleikurinn, sem Sveinn litli
gekk nú á liönd. — Þau fóru með hann fyrst af öllti í
musteri Guðs, þar sem hann enn skyldi mæta frelsara
sínum og þiggja blessun hans í gjöf Guðs anda. — Svo
kennir ferð æskuáranna og fulltíðaáranna, hún gekk
misjafnt, alt þó gæfusamlega fyrir fulltingi systkinanna