Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 87
Hlín
85
lega slitið barnsskónum, þegar jeg settist á skólabekkinn.
Jeg var sem sje orðin 18 ára, er sá dagur rann.
„Jeg man þá tíð — í minni hún æ mjer er.“ Jeg lagði á
brattann, sem leið lá yfir Garðsnúp suðvestur frá heimili
mínu, Hafralæk í Aðaldal, bjartan en nokkuð frostharðan
janúardag árið 1889. — Hugurinn bar mig hálfa leið, og
mjer fanst næstum því að jeg gæti flogið, þegar jeg, við
hliðina á Halldóri bróður rnínurn, sem var fylgdarmaður
minn, skoppaði vestur af Núpnum ofan í Skriðuliverfið.
— „í skóla! — í skóla,“ söng í liuga mjer.
„Þarna er nú Ystafell," sagði Halldór bróðir, „þarna
vestan í hnjúknum,“ og benti á norðurenda Kinnarfells.
— Ferð minni var heitið að Ystafelli. — Sigurður Jónsson,
bændahöfðingi og samvinnufrömuður, síðar al'þingismað-
ur og ráðherra, hafði undanfarna vetur haldið átta vikna
skóla fyrir unglinga á heimili sínu, Ystafelli. — Nú hafði
mjer fallið sú gæfa í skaut að fá að verða nemandi hans
þennan vetur.
Tilhlökkun minni og etfirvæntingu fá engin orð lýst.
Og ákaflega var jeg þakklát foreldrum mlnum, er veittu
mjer það eftirlæti, að leyfa þessa skólagögu. — Janúardag-
urinn er stuttur og dagsbirta var þrotin, þegar við syst-
kinin gengum suður vestan í Kinnarfellinu og nálguð-
umst bæinn Ystafell, — skólasetrið. — Bjart var þó af
tungli. — Svarthamar varpaði dökkum skugga sínum nið-
ur á hjarnið vestan í Fellinu. í lognkyrðinni barst foss-
niðurinn frá Gljúfrá að eyrum okkar handan úr hlíðinni
á móti bænum. — Var þetta virkileiki? — Eða var jeg að
lesa æfintýri í nýrri bók?
Lágreist mundi skólasetrið að Ystafelli hafa þótt nú á
dögum. Það var garnall sveitabær, eins og þeir gerðust á
síðari liluta nítjándu aldarinnar, þó í betra meðallagi
hýstur, en hvergi nærri því, að nokkrum mundi til hugar
koma nú að lialda skóla við þvílík húsakynni.
Húsráðendur tóku mjer af hinni mestu alúð. — Mjer
varð starsýnt á hinn hávaxna og höfðinglega mann, Sig-