Hlín - 01.01.1953, Side 96
94
Hlín
sagði við formann kvenfjelagsins, að þetta væri bending
til þeirra um að.halda áfram söfnun til sjúkrahúss. Jeg
lield þeim hafi sjálfum fundist þetta atvik einkennilegt,
þær lnirfu frá skólahugmyndinni og liafa með snild hugs-
að um söfnun til sjúkrahússins síðan.
Veturinn 1944 fór jeg á fund landlæknis í Reykjavík,
hann ráðlagði rnjer að íeita lijer atkvæðagreiðslu um,
hvort Akurnesingar vildu eignast sjúkrahús eða ekki, —
Jeg ljet ekki segja mjer þetta tvisvar. — í febrúar 1944 fór
jeg á fund í Kvennadeild Slysavarnafjelagsins, og fjekk
konurnar í lið með mjer, við skiftum bænum milli okkar
og fórum í hvert hús, og það mátti heita, að allir, er kosn-
ingarrjett liöfðu, greiddu því atkvæði, að hjer yrði reist
sjúkrahús. — Þessa lista sendum við bæjarstjórn, sem þá
gat ekki látið málið afskiftalaust, og kaus þrjá menn til
athugunar þessu máli. — Kvenfjelagið kaus þrjár konur,
svo vorum við þrjú frá sjúkraskýlissjóðnum og Haraldur
bciðvarsson, útgerðarmaður. — Hcifðu þau lijón, Harald-
ur og Ingunn, þá nýverið gefið tíu þúsund krónur til
byggingar sjúkrahúss hjer. Ennfrenrur gáfu þau Bíóhöll-
ina, sem kostaði yfir miljón krónur, og átti ágóði af rekstri
hennar að renna til menningarmála hjer í bæ, og þá fyrst
og fremst til sjúkrahúss. — Haraldur Böðvarsson var kos-
inn formaður nefndarinnar, og má með rjettu segja, að
upp frá þessu hvíldi allur þungi á hans herðum, og líkast
til væri lnisið ekki risið af grunni, ef hans hefði ekki not-
ið við.
Byrjað var á byggingu sjúkrahússins vorið 1945, voru
þá rjett þrjátíu ár frá fyrst var farið að salna til sjúkra-
skýlis hjer og altaf bættist eitthvað við á hverju ári. —
Varð mjer nú að orði, að þetta þrjátíu ára stríð ætlaði að
enda með sigri.
Nú er risin upp fögur bygging á einum fallegasta stað í
bænum: Kirkjuvallatúni, sem bæði er stórt og sljett. —
Húsið er frumburður Bíóhallarinnar ,því hún stendur