Hlín - 01.01.1953, Síða 100
98
Hlin
versna. — Reksturskostnaður við mylluna er tiltölulega
lítill, en stofnkostnaður aftur á móti nokkur, t. d. kostaði
kvörnin um 2300 kr. komin í hús hjer. Að auki er svo
mótorinn og uppsetning nryllunnar. — Oski einhver frek-
ari upplýsinga skulu þær fúslega í tje látnar.
Akureyri, á sumardaginn fyrsta 1953.
Páll Sigurgeirsson.
Heimilisiðnaður.
Mynd af sýslu- og bæjamerkjum o. fl,
Myndin er gerð af skólastjórahjónunum á Eiðum: Sig-
rúnu Sigurþórsdóttur og Þórarni Þórarinssyni. Myndin
er 135x72 sm. á stærð. Saumuð með krosssaum í svartan
ullarjava með íslensku ullarbandi. — Myndin var á Iðn-
sýningunni 1952.
Frú Sigrún skrifar: „Það var hrein tilviljun, sem rjeði
því, að þessi hlutur lenti á Iðnsýningunni 1952. — Arn-
grímur Kristjánsson, skólastjóri, var hjer á ferð og sá
myndina og bað okkur að senda hana suður.
Annars er jrað nú Þórarinn, bóndi minn, sem á bróð-
urpartinn í sköpun jressarar myndar. Mitt starf er aðal-
lega fólgið í iðnaðinum við hana.
Fyrir nokkrum árum lá maðurinn minn veikur í slæmri
taugabólgu. Reyndust stundirnar þá oft lengi að líða,
þrátt fyrir Jrað að hann læsi mikið. Fór hann þá að teikna
jressar litlu myndir, sem að vísu eru allar til prentaðar (í
bókinni „Alþingishátíðin 1930“, bls. 04—05), en mjer vit-
anlega ekki útfærðar í krosssaum fyr. — Fjórar myndirnar
eru lrumsamdar og eiga að tákna vor, sumar, vetur, haust.
(í miðri myndinni.) — Letrið á myndinni er úr þjóð-