Hlín - 01.01.1953, Síða 108
106
Hlin
V erkfærakaupas jóður.
Eftirfarandi tillaga var samþykt á fundi Sambands
norðlenskr'a kvenna, sem haldinn var á Dalvík í júlí s.l.:
„Fundur norðlenskra kvenna, haldinn á Dalvík 3.-5.
júlí 1953, felur stjórn S. N. K. að ldutast til um það við
Alþingi það, sem kemúr saman í liaust, að það taki upp að
nýju styrkinn til verkfærakaupa til heimilisiðnaðar.“
Greinargerð:
Það munu nú vera 20—30 ár síðan styrkur til verkfæra-
kaupa varð að lögum (Jarðræktarlögin). Náði sá styrkur
einnig til vjela heimilisiðnaðarins (vefstóla, spunavjela
og prjónavjela). — Styrkur þessi, senr var veittur gegnum
Búnaðarfjelagið, nam einum þriðja kostnaðarverðs verk-
færanna, og konr að nrjög góðu gagni, jók og efldi heinr-
ilisiðnaðinn í landinu þann tínra, sem hans naut við. —
Þegar jarðræktarlögununr var breytt fyrir nokkrum ár-
um, fjell þessi fjárveiting niður, illu heilli, og hefur ekki
verið tekin upp síðan.
Heimilisiðnaðurinn er nú aftur að glæðast í landinu,
eftir hin miklu gróðaár, svo ekki væri vanþörf á að vekja
lögin um Verkfærakaupasjóðinn upp að nýju, nreð því
líka að nefnd verkfæri eru orðin svo dýr, að flestum er
það ofurefli að eignast þau: Vefstólar 2—3 þúsund, prjóna-
vjelar 5—7 þúsund, spunavjelar 3—4 þúsund.
H. B.
Samband norðlenskra kvenna á 40 ára afmæli að ári, 1954. —
í sambandi við fundinn, sem ráðgert er að hafa á Akureyri,
verður heimilisiðnaðarsýning. — Vonast er eftir, að hvert Sam-
band leggi af möi’kum a. m. k. 12 muni (lágmark). — Ekki er
ráð nema í tíma sje tekið. — Heimaunnir munir einungis.
„Hlín“ heitir verðlaunum fyrir hentuga og best gerða dyra-
mottu, einnig fyrir lítið teppi framan við rúm.