Hlín - 01.01.1953, Síða 111
Hlin
109
Að spinna á spólurokkinn.
Jeg hef verið beðin að skrifa um það í „Hlín“, hvernig
farið er að því að búa til band á prjónavjelarspólurokk.
Það er byrjað á því að spóla lopann á spóluna, tvöfaldan
eða þrefaldan ,eftir því, hve gróft bandið á að vera. —
Þegar búið er að fylla spóluna, er spólurokknum snúið
nokkuð hratt, og annar vindur bandið í lmykil jafnóðum
og snúðurinn kemur á lopann, þar til alt er búið af
spólunni.
Þetta er fjlótlegra lieldur en að spinna á venjulegan
rokk, auk þess er hægt að nota börn og unglinga til að
vinna bandið.
Mjer er ekki kunnugt um, að þessi aðferð hafi verið
þekt hjer í AusturSkaftafellssýslu fyr en fyrir nokkrnm ár-
um, að Þóra Guðmundsdóttir í Svínafelli í Nesjum, sem
á stóran barnahóp, fann upp á þessu., og lætur hún börn-
in hjálpa til við spunann. — Síðan er jretta mikið notað
hjer um slóðir og þykir mjög hagkvæmt, einkum þegar
um gróft band er að ræða, sem nota á í leista.
Anna Þorleifsdóttir, Hólum i Nesjum., Au.-Skaft.
NÁLIN.
Á meðan börnin fæðast foldu á,
og fötum slíta liratt, er þroska ná,
á ineðan hör og hampur vex á jörð
og hlýleg ull á vænni sanðahjörð,
og silkiormur láta líf sitt má
að loknu striti’, — og konur silki fá,
— já, fram til enda heims, er hætta störf,
mun hjer, að minsta kosti, nálar þörf!
Úr ensku. H. V.