Hlín - 01.01.1953, Page 113
Hlín
111
úrunnar seytla inn í sál sína og fylla hugann með rósemi
og öryggi.
Á þesSari öld hraðans og hávaðans eru slíkar næðis- og
kyrðarstundir nauðsynlegar fyrir okkur öll. Þær eiga að
geta haft sömu áhrif á okkur eins og varnarlyf eða meðal
við sjúkdómum.
Og svo eru það blessaðar skepnurnar okkar, kvað við
öll — ung og gömul — getum margt og mikið af þeirn
lært. — „Maður er manns gaman,“ það er satt, en dýrin
eru það ekki síður. — Öll geta þau, hvert á sinn liátt, orðið
skemtilegir fjelagar okkar, tryggir og hollir förunautar,
bæði í blíðu og stríðu. — Sorglegt er það, livað oft við
misskiljum þau og misþyrmum þeim, bæði í bræði og
hugsunarleysi. — Einu sinni var ungur drengur. — Hann
var bara fjögra ára. — Hann var ærslafenginn og þótti
stundum baldinn og óþekkur. Þessvegna fjekk hann oft
snuprur og átölur hjá þeim fullorðnu, en þótti lítið batna
við það. — Einu sinni þegar verið var að siða hann, varð
honum að orði: „Ef jrið verðið góð við mig, verð jeg líka
góður við ykkur.“ — Mjer hefur stundum dottið jiað í
hug, að ef kýrnar, kindurnar og hestarnir kynnu manna-
mál, þá mundú þessir ferfættu vinir okkar taka til orða
líkt og litli snáðinn — gefa okkur jressa einföldu reglu til
að fara eftir í umgengni okkar við Jrau. — Og góð um-
gengni, nærgætni, alúð, eftirtektarsemi, hún gefur, held
jeg, hvergi jalngóðan arð, bæði efnalegan og andlegan,
eins og á þessu sviði, Jrar sem dýrin eiga í lilut. — Ef við
aðeins höfum nógu vakandi auga og næntan skilning til
að gefa því gaum, birtast okkur sífelt nýir kostir Jressara
kæru vina okkar, og skemilegir hættir í lífi þeirra, sem
auka gleði okkar, veita okkur nýja ánægju á hverjum
degi, og Jrví meiri, sem við höfum af þeim nánari kynni. —
Það tvent, sem mig langar til að vekja athygli alls sveita-
fólks á með Jressu greinarkorni, í sambandi við dýrin, er
Jrá Jretta:
1. Hafið aldrei fleiri skepnur en svo, að Jrær geti gefið