Hlín - 01.01.1953, Síða 118
116
H lin
Það eru nú nokkur ár síðan jeg hef verið á afmæli
„Hringsins“, en það eru víst einhver lirif frá unglingsár-
unum, að mjer finst það svo dæmalaust gaman að vera
með í þessu afmæli, rjett eins og væru það jólin, og það
jafnvel þótt engin messa sje. — Kannske er það líka af því,
að mjer finst jeg helst vera komin lreim, þegar jeg sje
svo marga gamla kunningja frá æskuárunum. — Það er
víst alveg satt, það sem sagt er: „Að enginn veit hvað átt
liefur, fyr en mist hefur“, og maður kann heldur ekki að
meta átthagana, nema maður dvelji fjarri þeim.
En úr því að jeg mintist á jólin, langar mig að segja
ykkur frá einum jólum, sem jeg hjelt langt fjarri átthög-
um og ættingjum. Það var í Svíþjóð árið 1925. — Það var
á þeim árum, þegar friður ríkti, og fólk gat farið ferða
sinna án þess að vera umkringt hættum stríðs og ógna. —
Jeg hafði verið á námsferðalagi, sótt skóla uppi í Vest-
mannalandi, skoðað söfn og minjar, skrauthýsi og hið
fagra umhverfi Stokkliólmsborgar, sjeð fegurð vatnanna
í Mið-Svíþjóð og var nú komin til Gautaborgar, þar sem
jeg gekk í skóla um tíma. — Jeg hafði reynt að nota tím-
ann vel frá því í maí um vorið, og nú var komið að jólum.
— Jeg neita því ekki, að mig langaði dálítið heim, þegar
jólin nálguðust, og jeg fann nokkuð til þess þá, að fjörður
var á milli frænda og vík á rnilli vina. — En þá vildi svo
heppilega til, að forsjónin sendi mjer norska vinkonu. —
Hún heitir, ef hún er á lífi, Harriet Krebs. — Faðir henn-
ar, sem var annars verslunarmaður, átti búgarð á landa-
mærum Svíþjóðar og Noregs, og heitir á Dyne. Gömlu
hjónin dvöldu í Sviss að vetrinum, en heima á bænum
var gömul föðursystir vinkonu rninnar, sem æfinlega
dvaldi þar fram yfir hátíðar til eftirlits. — Annars átti
hún heima í Osló.
Harriet Krebs bauð mjer nú að halda jól með sjer á
þessu kyrláta sveitasetri — lijá föðursystur sinni, bústjór-
anum, ráðskonunni og öllum skepnunum. — Jeg þá það
með þökkum, og við lögðum af stað þ. 20. desember kl. 3