Hlín - 01.01.1953, Qupperneq 121
Hlín
119
hænsnunum, hvort ekki þyrfti að stoppa í sokka a£ ráðs-
manninum og margt fleira. — Við Harriet vildum gjarnan
hjálpa til, en gamla konan taldi það fjarstæðu, þar sem
við værum gestir. — Við ljetum okkur því lynda að ganga
um skóginn og skoða umhverfið. Við gengum langar
leiðir um engi og akurlendi, milli skógarásanna. — Axar-
og hamarshljóð kváðu við hvaðanæfa. Það voru skógar-
höggsmennirnir, sem voru að fella trjen — og stein-
höggvararnir, sem klufu málmgrýti. — Það var svo flutt
til Þýskalands, hefur líklega verið notað i einhverjar
drápsvjelar.
Á þessum giinguferðum komum við gjarnan við á heim-
ilum húsmannanna, sem voru hingað og þangað um
landareignina, sum langt inni í skóginum. — Þar var
smiðurinn, sem sá um járnsmiðjuna — og annar sem hafði
sögunarmylluna. — Þar var malarinn, sem gætti korn-
myllunnar, fjósamaðurinán, sem hirti kýrnar og margir
i’leiri. — Allt þetta fólk var vinnufólk hjá óðalsbóndan-
urn, en átti sitt eigið liús og heimili hingað og þangað í
handi hans. — Vinkona mín, hún Ilarriet, hafði meðferðis
einhverja jólagjöf handa börnunum í þessum húsum, eða
þá handa garnla fólkinu, og var livarvetna kærkominn
gestur.
Á aðfangadaginn var sólskin og bjart veður. — Þá lögð-
um við leið okkar að húsmannshúsi einu, sem hjet Tross-
liolt. Þar bjó ekkja með syni sínum uppkomnum, sem
var steinsmiður. Við gengum yfir engjateig, og eftir mjó-
um stíg upp skógarásinn. — Alt í kringum okkur voru
stór og dimm furu- og grenitrje. Það var svo dimm leið,
að það var geigur í mjer að ganga þar. En alt í einu virtist
mjer birta. — Beint frannindan sá jeg geysistórt og fallegt
jólatrje skrúðgiænt og alsett glitrandi ljósum, stórum og
smáum, hvítum, rauðum, bláum, já, með öllum regnbog-
ans litum. — Aldrei á æfi minni hef jeg sjeð eins stórt og
fallegt jólatrlje. Jeg stóð kyr, agndofa af undrun og hrifn-
ingu, greip í Harriet og benti henni á þetta. — Hún hló