Hlín - 01.01.1953, Page 122
120
Hlín
við og sagði: „Sjerðu ekki, að þetta eru bara sólargeisl-
arnir, sem brotna í daggardropunum á trjágreinunum."
— Jeg sá þá að þetta var satt, og sýnin var horfin, en mjer
fanst það nú samt dásamlegt að geislar Guðs sólar skyldu
endurspeglast þannig í dimmum trjágöngunum. — Við
hjeldum göngunni áfram að Trossholti. — Gamla konan,
hún liodil, tók á móti okkur í dyrunum og bauð okkur
inn. Það voru aðeins tvö herbergi í húsinu — hið fremra
var eldhús, og þar svaf sonurinn á bekk. Hið innra var
stofa, og þar bjó Bodil gamla. Alt var þarna hvítskúrað,
lireint og fágað — heimaofin tjöld, og tuskumotta ofin á
gólfinu. — , Jeg vissi að fröken Krebs myndi koma,“ sagði
gamla konan. „Mig dreymdi í nótt svo ljómandi fallegan
mann, sem kveikti rnörg falleg ljós hjer í stofunni minni,
og það varð svo bjart í kringum mig. Fröken Krebs hefur
altaf eittlivað gott og bjart með sjer.“ — Jeg hygg, að í
bögglinum, sem Harriet skyldi eftir, liafi verið eitthvað,
sem gladdi gömlu konuna.
Þegar við komum heim, var bústjórinn og vikadrengur-
inn að enda við að binda kornviskar í trjen í garðinum,
girðingarstólpana, hliðin og annarstaðar þar sem hægt
var að koma því við, það var handa fuglunum. Um jólin
mátti enginn fugl vera svangur.
Svo kom aðfangadagskvöld. — Klukkan sex var kveikt
á jólatrjenu — það var fallegt grenitrje, prýtt ljósum og
eplum, en ekki jafnaðist það á við jólatrjeð mitt úti í skóg-
inum. — Gamla Tanta Retta las jólaguðspjallið og Harri-
et spilaði jólasálmana, og við sungum sem gátum. — Þá
voru opnaðir jólabögglarnir, og það var nú meiri fjöldinn
af jólagjöfum, sem hver fjekk, en þær voru ekki eftir því
stórar eða verðmiklar, stundum aðeins lítil helgimynd —
eða vel skrifað ljóð — bækur eða lítil handavinna. Smá-
hlutir, sem gátu glatt viðtakanda, þó verðlitlir væru. —
Vitanlega var svo borðað og drukkið eins og gengur og
gerist á hátíðum. — A jóladag var ákveðin kirkjuferð. En
bæði var það, að veðurútlit var ekki gott, en klukkutíma