Hlín - 01.01.1953, Side 124
122
Hlin
— Þar voru allir irjálslegir — og þá ríkti eining og friður.
— Þar undu sjer allir vel og gleymdu stundum tíman-
um. — Það minti mig á kvöldvökurnar heima. — Það eru
svona stundir, sem hafa varanleg áhrif — þar sem samstill-
ing er í störfum og hugsun. — Þar finnur maður hversu
hlýr samhugur er máttugur — að hann eykur gleði, bjart-
sýni og traust bæði á sjálfum rnanni og öðrurn.
Skáldkonan breiðfirska, Ólína Andrjesdóttir, lýsir svo
kvöldvökunum í vísum Breiðfirðinga:
„Ein þegar vatt, og önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann.“
Þetta er víst alveg dagsanna. — Haldbesta hamingjan er
sú, sem vex við yl og birtu æskuheimilanna. — Gæfa hvers
manns er oftast undir skapgerð hans komin, en skapgerð-
in mótast mikið í uppvextinum og á heimilunum. Þess-
vegna eru heimilin hornsteinar þjóðfjelagsins, og vegur
kvennanna vandasamur og ábyrgðarmikill.
Þessi frásaga um jólin á Dynu er ekki svo nterkileg eða
viðburðarík, að hver og ein ykkar ekki gæti sagt frá öðru
eins, en mjer þykir vænt um þessar minningar, og það
fólk, sem jeg kyntist þar. — Jeg lærði nieðal annars hversu
nauðsynlegt það er, að mannanna börn reyni að bcra, þó
ekki sje nema geislabrol jólaljósa inn á dimmar brautir
annara vegfarenda.
Það var í þeim tilgangi, að Kvenfjelagið „Hringurinn“
var stofnað í byrjun, og enda þótt starfssvið þess sje ögn
rýmra nú en áður, þá vona jeg og óska, að það minnist
þess æfinlega að „lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í
skugga.
Það ætti að vera lítið teppi framan við hvert rúm á’íslandi. —
Það er hlýlegra og notalegra að stíga á það en á bert gólfið.