Hlín - 01.01.1953, Page 126
124
Hlin
sambúð við mig, sem jeg þarf að starfa með: „Nógar öld-
ur, nógu að sinna, nóg að vinna, nóg um mið“. — Það
gerir engan mun, hvort jeg á að dvelja hjer lengur eða
skemur, gullroðnu skýin benda hærra: „í ósýnis fjarlægan
heim“ — Máske á jeg eftir að starfa með þeim, sem voru
mjer kærstir, jeg veit það ekki, fremur en jeg veit, hvaða
störf bíða mín að morgni. — En síðan jeg hafði vit á hefur
Guð sent mjer einhvern gleðigeisla á hverjum einasta
degi, og skyldi Hann, sem aldrei bregst, ekki líka gera það
á dögunum mörgu, sem bíða mín handan við dauðans haf.
Sólin er horfin, sunnanbakkinn minn stendur hreinn,
bjartur og hátignarlegur án nokkurrar gyllingar, aðeins
daufum roða slær á skýin hærra uppi: „Kvölroðinn bros-
andi boðar þar drótt, hinn blíðasta dag eftir ljúfustu
nótt“. — Guði sje lof fyrir væntanleg störf og vaxandi
þroska.
Hress í anda og hugfangin af sýninni minni fögru,
syng jeg með lágum rómi en fullri einlægni: „Ung er vor
gleði með gamalt nafn, glitstafað land fyrir augum“.
Fráfærurnar.
Gamlar minningar um jráfærur fyrir 45—50 árum.
Jeg ætla að segja lítillega frá gömlu fráfærunum, þeim
sem kynnu að vilja hlýða á eða lesa um þær. — Nú eru
fáir, sem hafa fylgst með þeim, aðallega eldra fólk, sem
á um þær minningar. — Þá vil jeg biðja ykkur, lesendur,
að líta um öxl aftur í tímann. — Það er um það bil í 9.—
10. viku sumars, þá er mikið að gera, því nú byrja frá-
færurnar. — Allir, sem vettlingi valda, búast í fjallleitir
og smalamensku, jafnt piltar og stúlkur, unglingarnir
smala heimalöndin. — Húsmóðirin, og stúlkur með
henni, hreinsa, þvo og sópa búr og geymslur, þvo tunnur