Hlín - 01.01.1953, Síða 128
126
Hlin
bökkum hans var hjásetukofinn okkar, liann var ekki
stórhýsi, en okkur þó skýli bæði fyrir regni og stormi. —
Það var ekki fjarri, að við systur lijeldum okkur ekki
neitt rnjög smáar, þegar við lögðum af stað eftir mjaltir
á morgnana með ærhópinn og malpoka á baki npp til
fjalla í hjásetuna. Svo var talsvert spennandi að athuga
nestispokann, hvað hafði mamma ætlað litlu hjásetustúlk-
unum sínum? — Það voru sjaldan skornir við nögl bit-
arnir okkar frá mömmu. — jeg ætla til gamans að segja
ykkur, livað pokinn vanalegast liafði að geyma. F.n það
eru ekki nú, býst jeg við, taldar krásir: Það var harðfisk-
helmingur, nefnilega af fiski undan Jökli, glóðarbakaðar
rúgkökur eða flatbrauð, stundum 1 íka brauðsneiðar
hlóðabrauðs. Kjúkubiti, mysuostur og vel og ríflega til-
tekið smjör, nýmjólkurflaska og kandísmoli, sem ekki var
síst gott að fá. Þá voru minna notuð sætindi, og yfirleitt
sáust ekki daglega sætu kökurnar eins og nú. — Smjörið,
sem móðir mín skamtaði, var oft eins þykk sneið og brauð-
ið, en þá tókum við oft nokkuð ofan af smjörinu á brauð-
inu og ljetum Jrað í roðið af fiskinum, gáfum Jrað smala-
hundinum okkar, ásamt mjólkurdeiglu, Jrví í kofanum
okkar var steinn, sem hola var í, sem tók líkt og lítil und-
irskál, í hana gáfum við seppa mjólk. — Svona var nú bú-
skapurinn okkar á fjöllunum.
En heima var lileypt skyr úr sauðamjólk, strokkað
srnjör, gerðir ostar. — Fyrst eftir fráfærur voru strokkaðir
tveir strokkar á dag, Jrar sem stærri bú voru, líklega að
smjörið hafi verið 3—4 kíló á dag. — Það af skyri, sem ekki
þurfti að borða daglega, var safnað í tunnur og geymt til
vetrar, og borðað með grautum, og var talið að gott, súrt
skyr væri kraftgóð fæða, sem engan sviki. — Yfir skyrtunn-
urnar var á haustin brætt tólgarlag til að verja skyrið
skemdum og farða. — Sauðamjólk var kostagóð og fitu-
mikil og með henni bættist mikil og góð björg í bú, sem
áreiðanlega hefur margan svangan satt.
Jeg gæti margt fleira sagt frá þessum dögum. — Hef