Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 129
Hlin
127
lengi veiið að hugsa um að senda „Hlín“ okkar einhverja
smágrein, en svo urðu það fráfærurnar, sem urðu ofan í
ruslakistu minninganna, þegar til var tekið.
Jófriður Kristjánsdóttir, Furubrekku,
Staðarsveit, Snæfellsnessýslu.
Steinahlíð,
Þú kæra hlíð, sem ann jeg enn,
nú aftur heilsa jeg þjer.
Hver brekka, laut og blómin smá
svo broshýr fagna mjer.
Um vanga leikur ljettur blær,
og lindin suðar tær,
en lækurinn með ljúfum nið
við ljósi sólar hlær.
Hjer átti jeg marga yndisstund
á æsku-vorsins tíð,
er sat jeg hjer í ljúfri laut
og ljek við blómin fríð,
og gætti ánna glöð í lund,
er grund sjer dreifðu á,
og hlýddi á fugla svásan söng,
er svifu um geiminn blá.
Þá var það alt svo yndislegt
og æsku-þrek og fjör,
jeg söng og kvað svo ljett í lund
að ljeku bros um vör,
en undir bergmál umdi blítt,
það álfa hugði jeg smá,
er kvæðu inni í klettaborg
sín kæru ljóðin þá.
Hjá þjer er alt svo óbreytt enn,
mín yndislega hlíð:
Birki, víðir, blágresið
og burnirótin fríð,