Hlín - 01.01.1953, Page 130
128
Hlín
það þroskast eins og áður fyr
og ilmar sólu mót.
Þó árin líði ótal mörg,
það ekki þreytist hót.
En sjálf mjög breytt jeg orðin er,
og æsku liðið vor.
Nú finn jeg dvína þor og þrótt
og þyngjast taka spor,
nú lengur ei um fjöllin fríð
jeg feta smalaslóð
sem áður fyr, er hljóp jeg hjer
um hlíðar æskurjóð.
Mjer finst jeg ung í annað sinn,
er aftur sit jeg hjer,
við þig er bundin minning mörg,
sem mjer svo hugþekk er.
Að dvelja hjá þjer stutta stund
jeg stærstan unað finn.
Guð blessi þig um öll þín ár
og efli gróður þinn!
Það er svo frjálst á fjöllum há
um fagra sumartíð,
er sólin gyllir land og lá
og ljómar grund og hlíð.
í heiðu skygni af háum tind
að horfa yfir sveit
á býli, engi og blómleg tún, —
ei betra yndi jeg veit.
Þar birtist alt svo hreint og hátt,
og heimsins laust við prjál,
í fögrum línum letrað alt,
það lotning fyllir sál.
Hver fær þá efast, góði Guð,
um gæsku þína og mátt:
Um vísdóm þinn og veldi og tign
alt vitnar, stórt og smátt.
Ragnheiður Kristjánsdóttir, Straumfjarðartungu, Snæf.