Hlín - 01.01.1953, Page 132
130
Hlin
Nú fer hún að víkka hringinn, svo hann nái til allra með sín-
um blessunarríku áhrifum....
Karlmaður á Norðurlandi skrifar vorið 1953: Konur hafa altaf
verið mestar og notið sín best sem húsmæður, eiginkonur og
mæður. — Þær hafa altaf ráðið meiru en viðurkent er alment
um málefni lands og þjóðar, því það er nú sannleikur, þó grár
sje, að allir karlmenn eru meira háðir vilja og áliti kvenna en
þeir vilja vera láta, og konur hafa oft ráðið meiru um gang
heimsmála enn þær sjálfar viðurkenna eða hafa hugmynd um.
— Þær hafa oft æst upp grimd, hjegómagirnd og drottnunar-
girni elskhuga sinna og aðdáenda, enda hefur það lengstum
verið konunnar einasti galli, að hún hefur metið hinn grimma
og harðleikna sigurvegara, en smáð hinn gæflyndari, greindari
og góðsamari.
Ef þetta gæti breytst til bóta, yrði sambúðin kristilegri.
Kirkjan mín.
Kirkju mína hef jeg reist sjálf. Þar geng jeg til tíða morgun
hvern og kvöld.
Þegar jeg kom hingað, var hjer aðeins óræktað holt, en nú
eru hjer margra metra há trje, sem jeg hef öll gróðursett og
hlúð að. — Fuglarnir kvaka svo unaðslega við bænagjörð mína
með skóflu og haka. — Unaðurinn felst í dropum regnsins og
angan blóma og berjarunna.
Þessum yndisleik er jeg umvafin, og þarna er minn helgidóm-
ur, þar dýrka jeg Guð minn í önnum yndislegra starfa, sem eru
mjer svölun í hafróti lífsins. Hver sönn kona hlúir að gróður-
reitum anda síns. — Móðurkærleikurinn þarfnast næringar,
en þá næringu fær sönn kona best skilið við að hlúa að örsmárri
plöntu og fylgjast með þroska hennar og vexti. — Er maðurinn
ekki örsmá planta, sem sækir gróðurmagn anda síns í æðri
heima? — Og eftir því, hvernig maður ræktar hugarheim sinn,
fara ávextir andans. — En hvernig eigum við að þroskast ,án
þess að eiga leiðsögn í andans heimi, fá hjálp og styrk frá Guði?
Björtustu og helgustu vonargeislar anda míns fylla hug minn
og sál. — Ó, heilagi himneski faðir, jeg helga þjer mína sál. H. J.