Hlín - 01.01.1953, Síða 137
Hlín
135
ára skeið. Fann jeg þá allsstaðar brennandi áhuga hjá konum
og stúlkum um að nota tímann sem best og njóta þeirrar
kenslu og hjálpar, er jeg gat í tje látið.
Sem dæmi um það ,hve konur eru gæddar miklum vilja og
þrautseigju, vildi jeg nefna eitt dæmi: Kona nokkur, 8 barna
móðir, sótti til mín saumanámsskeið. Hún þurfti að fara fleiri
km. leið, oft í hríðarveðri, en altaf mætt hún á námsskeiðinu.
Elstu dóttur sína, á fermingaraldri, setti hún til að gæta bús og
barna. Alt gekk prýðilega. Þessi kona saumaði föt á börn sín og
jakkaföt á bónda sinn.
Að mínu áliti þurfa blessaðir karlmennirnir ekkert að sjá eftir
því að hafa gefið konunum kost á víðari sjóndeildarhring en áð-
ur, þegar þær nota sitt frelsi eingöngu til góðs fyrir heimili sín.
Kvenfjelagið okkar hjer, sem á nú 25 ára starf að baki, hefur
gert margt nytsamt: Gefið kirkjunni 1000 kr. til skírnarfonts,
haldið uppi ýmiskonar námsskeiðum og prjónað og saumað fyr-
ir munasölu. — Jeg hef oft undrast það að sjá full borð af alls-
konar fatnaði, sem konur hafa unnið, með öllum sínum mörgu
og miklu heimilisverkum ,og þessa muni kaupa þær svo oftast
aftur sjálfar, en andvirðið er látið renna í sjúkrasjóð. — Einnig
fer mikill tími og efni í allskonar bakstur. — Þegar við lítum
yfir veisluborðin núna, sjáum við allskonar fallega skreyttar
kökur. Alt er þetta verk kvenfjelagskvennanna, sem á þann hátt
sýna fjelagi sínu sóma og kærleika. — Er indælt að vita til þess
og hugsa um það, að þið kæru fjelagssystur, berið óskiftan kær-
leika til fjelagsins ykkar, það sje jeg á þessu hátíðakvöldi, eins
og jeg hef oft sjeð áður.
Að endingu vildi jeg aðeins minna á eitt: Látum ávalt frið,
sátt og samlyndi ríkja innan fjelagsins okkar, og eflum dáð og
kærleika hver gagnvart annari. — Rjettum hjálpar- og líknar-
hönd hverri kynsystur okkar, sem á erfitt, og bætum úr hverri
þörf náunga okkar sem best við getum. — Munum orð meist-
arans mikla: „Það sem þið gjörið einum af mínum minstu
bræðrum, það hafið þið gjört mjer.“ — Óska jeg svo öllum
fjelagskonum Guðs blessunar um ókomin ár, og öllum gestum
okkar allra heilla og gleði þessa kvöldstund og ætíð. — Mætti
kærleiki Krists knýja okkur til sjerhvers góðs og göfugs starfs.
Margrjet Konráðsdóttir.
Kvenf jelagið „Líkn“ í Vestmannaeyjum
var stofnað 12. febrúar 1909, í þeim tilgangi, eins og nafnið
bendir til, að rjetta þeim líknarhönd, sem við erfiðustu kjör áttu