Hlín - 01.01.1953, Síða 140
138
Hlin
öll gluggatjöld í húsið og sömuleiðis fortjald á leiksvið. Einnig
sáum við um allsherjar ræstingu fyrir vígsludag.
Fjelagið hefur mikið látið til sín taka í ýmsum mannúðar- og
menningarmálum, og má þar nefna gamalmennafagnað, sem
fjelagið heldur árlega, jólatrjesskemtanir og munasölu (basar),
en ágóði hans rennur til styrktar fátækum og sjúkum.
Kvenfjelag Súgandafjarðar.
Ur skýrslu fluttri á Sambandsfundi Vestfjarða 1952.
í byrjun starfstímans er kvenfjelagskonum skift í 6 flokka, og
foringi fyrir hverjum flokki. — Þessir flokkar eiga að sjá um
skemtiatriði á fundum (um einn fund hver). — Innan fjelagsins
er gefið út blað, sem er orðið 27 ára gamalt. í fyrstu átti það að
flytja greinar um áhugamál kvenna, en oft vildi verða skortur á
efni í það, svo það gæti komið reglulega út. Var þá farið að láta
skemtiflokka sjá um efnið. Síðan hafa komið í blaðinu ferðasög-
ur, ýmsar frásagnir frá liðnum árum og smáritgerðir um ýms
efni.
Ein nefndin starfar að öflun fjár til byggingar vinnustofu, en
fjelagið vantar tilfinnanlega vinnustofu fyrir starfsemi sína:
Fundahöld, námsskeið, vefnað o. fl. — Fjelagið á vefstól, en
getur ekki notað hann vegna húsnæðisskorts.
Kartöflugarður er starfræktur í tvennum tilgangi: Til að afla
tekna fyrir fjelagið og til að þess að þorpsbúar eigi sem fyrst
kost á nýjum kartöflum. — Við þessa garða starfa 5 konur, og
eru þær kosnar á aðalfundi til tveggja ára í senn. — Frá ára-
mótum eru höfð vinnukvöld einu sinni í viku. Koma þá konur
saman með vinnu sína, rabba saman og hlusta á sögulestur. —
Konur þær, sem mest húspláss hafa, skiftast á um að sjá um
þessi vinnukvöld. — Oft mæta þarna um 30 konur. — Þessi
vinnukvöld þykja ómissandi og styrkja mjög fjelagsandann.
Sjúkrasjóður er á vegum fjelagsins. Ur honum er veittur
styrkur þeim, sem mætt hafa langvarandi veikindum. — Einnig
til slysavarna hefur verið gefið.
í Súgandafirði er rjettað á tveim stöðum: í Staðardal og í
Botni. Hefur kvenfjelagið komið sjer upp veitingaskála á báð-
um stöðunum. — Þykir gangnamönnum gott að geta komið inn
í hlýjuna og fá kaffi, er þeir koma af fjalli.
Fjelagskona.