Hlín - 01.01.1953, Page 144
142
Hlin
Heimilisþættir.
Húnvetnsk kona skrifar:
Mörgum húsmæðrum finst ekki hægt að hafa kál til matar
nema með kjötrjettum eða í súpum, en slíkt er mesta fjarstæða.
— Kál getur verið ágætur rjettur, matreitt út af fyrir sig, og vil
jeg nú lofa ykkur að heyra, hvernig mjer gefst best að matreiða
það þannig:
Jeg læt lítinn smjörbita í pott, 3 matskeiðar af mjólk og 4
bolla af brytjuðu káli — ekkert salt, ekkert krydd. — Þetta læt
jeg svo malla á heitri eldavjel undir suðu í 20 mínútur til hálf-
tíma. Á meðan þarf að hræra í pottinum 2.-3. sinnum, svo kálið
meyrni jafnt. Á pottinum þarf að vera vel felt lok.
í svona rjett er hvítkál best, en svo má blanda fleiri tegund-
um saman. — Einnig er gott að láta saman við kálið hráar, smá-
brytjaðar gulrætur. — Þessi kálrjettur er hollur og Ijúffengur
og getur algjörlega komið í staðinn fyrir kjöt eða fisk með ný-
soðnum kartöflum.
------o------
Það hefur komið fram tillaga um það, að barnakennarar taki
að sjer leiðbeiningar í garðyrkju í sveitum og bæjum yfir sum-
armánuðina, og að þeim verði veitt nokkur mentun í því starfi
ásamt annari kennaramentun.
Víst væri það ómetanlegt að fá vel mentað fólk til leiðbein-
inga. — Það hefði mikla menningarlega þýðingu fyrir heimilin.
NOTKUN FJALLAGRASA í DAGLEGA FÆÐU.
Af því að íslenskar fjalllendur eru jafn dásamlega auðugar af
þessari heilnæmu fæðutegund, fjallagrösunum, þá ætti ekki ein-
ungis að hafa þau til sölu í lyfjabúðum, og aðeins á borðum sem
hátíðamat, heldur ætti hvert heimili að veita sjer svo mikið af
þeim, helst með því að tína þau sjálft, að hægt væri að nota þau
til bragðbætis og hollustu, svo að segja í daglega fæðu.
Hver húsmóðir, sem á annað borð kynnist því, hve ljúffeng og
holl grösin eru, mun ekki vilja án þeirra vera, og telja það mikla
vöntun í matarforðabúrið ef þau vanta. — Frá ómuna tíð hafa
grösin verið notuð sem eitt hið besta heimilismeðal, og það á