Hlín - 01.01.1953, Page 146
144
Hlin
Grasamjólk scm hátíðarjettur:
2 1. nýmjók,
2 matskeiðar sykur,
1 sneið smjör = 40—50 gr.,
1 handfylli þur grös,
Vz teskeið salt,
1 egg.
Grösin lögð í bleyti, og verkuð sem fyr getur, lögð á þurt
stykki, svo vel renni af þeim. Þá eru grösin brúnuð ljósbrún í
smjörinu og sykrinum, örlitlu vatni helt á pönnuna og soðið
dálítið þar (1—2 mín.). Þá helt út í mjólkina, þegar hún sýður,
suðan vel látin koma upp, bíði svo ofan á vjelinni. Þá er eggið
þeytt með svolitlu af púðursykri í súpuskálinni, og mjólkinni
helt þar út í um leið og borið er á borð. — Gott er, ef fyrir
hendi er, þeyttur rjómi til að láta út í súpuna.
------o------
Síðast, en ekki síst, ætti að minnast þess að nota ber fjalla-
grösin í slátur á haustin. Ekki þarf að tiltaka neina vissa vigt á
því. Ekki þarf að hafa fyrir því að skera þau eða saxa, heldur
aðeins verka þau vel, hafa þau bara heil.
Þó ekki væri notað svo mikið af þeim, að drýgindi gæti kall-
ast, upp á mjölið, þá er þó bragðbætirinn af því óviðjafnanlegur.
26. júlí 1953.
Rannveig H. Líndal.
SMYRSLH) HENNAR ÖMMU MINNAR.
Þegar ritstjóri „Hlínar“ fór þess á leit við mig að senda sjer
dálítinn póst um nærfærni við menn eða skepnur, fór jeg að
leita í hugarheimi mínum og hyggja að, hvort þar væri nokkru
af að miðla. — Kom þá helst í hugann smyrsli, sem hún amma
mín bjó til á hverju sumri, og græddi svo margt með. Hún sauð
saman nýtt, ósaltað smjör og Mellífólíu (Vallhumal), jafna
þyngd af hvoru, síaði síðan og ljet í lukt ílát.
Þennan áburð hef jeg notað með ágætum árangri, síðan jeg
fór að halda heimili. — Jeg minnist þess, er mágur minn kom
eitt sinn heim af vertíð með fingurmein, sem hjelst illa við, og
ekki vildi gróa, jeg ljet hann fá þennan áburð, og greri sárið
á fáum dögum. — Einnig var hjá mjer telpa úr Reykjavík með
útbrot í höfði, hún hafði reyndar farið til læknis og fengið
áburð, sem ekki vildi duga. Jeg tók mig til og bar þetta góða,