Hlín - 01.01.1953, Page 147
Hlín
145
gamla smyrsl í höfuð telpunnar og batnaði þetta alveg á
skömmum tíma. — Enn eitt dæmi get jeg nefnt, sem sannar
mátt þessa græðilyfs. — Það var um vetur, að litla telpan mín
datt af hestbaki og skarst á höfði. Enginn sími var á bænum og
ómögulegt að ná í lækni. Það hefði þurft að sauma saman
skurðinn, en til þess var.engin kunnátta eða tækni. — Jeg varð
því enn að treysta á smyrslið mitt góða, þvoði þetta upp úr
lýsóli og setti svo áburðinn við, auðvitað varð oft að skifta um
umbúðir, en um síðir greri það þó.
Þetta sýnir, hve grösin geta verið mikil græðilyf, bæði til
drykkjar og áburðar, ef menn aðeins vilja nota þau. Einnig
sýnir það manni, hve náttúran er auðug af líknandi mætti, þeg-
ar vorið hefur vakið alt til lífsins:
„Ef þú velur þjer vorið til fylgdar,
og vorið er sál þinni skylt.
Og vitirðu hvað þú vilt:
Treginn lækkar, trúin stækkar
og himininn hækkar".
Vestfirsk kona.
HVERABRAUÐ.
1200 gr. rúgmjöl,
500 gr. hveiti,
150 gr. strásykur eða púðursykur,
1 hnefi súrdeig eða 3 tesk. þurger,
1 teskeið salt,
8 dl. volgt vatn.
Blanda sykri og salti saman við mjölið. — Myl súrdeigið nið-
ur í holu í mjölinu. — Væt í með vatninu. — Ef þurger er notað,
er það leyst upp í volgu vatni. — Deigið hnoðað þar til það er
sprungulaust, látið í vel smurðan dunk, sem þarf að vera með
þjettu loki og allur jafnvíður. — Deigið látið standa við yl í ca.
3 klst. — Dunkurinn látinn ofan í kalt vatn, suða látin koma
upp, soðið við minsta rafhita í 6—8 klukkustundir.
HEIMATILBÚIN SÁPA.
3 kg fita, 1 baukur vítissódi (Vz kg.), 1 1. kalt vatn.
Feitin brædd og kæld. Sódinn leystur upp í kalda vatninu og
kældur. Þegar við finnum örlitla velgju á feitinni og sódinn er
10