Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 160
158
Hlín
Sálmur — Bæn.*)
Algóði Drottinn mig innskrifast láttu
í þínar lífsbækur himninum á.
Jesús minn frelsari, ljósið þitt láttu
lýsa mjer jarðlífs á torfærum sjá.
Gefðu öllum trúna og traust á þig, Drottinn,
frá táli heimsins að losi þeir sig.
Gef þú mjer, herra, að vera þess vottinn
hve veika að blóðið þitt frelsaði mig.
Vörumst að treysta á tálvonir neinar,
því tál er alt, sem unnið er á jörð.
Ekkert hefur gildi í auganu hreina
utan Jesú Krists fullnægjugjörð.
Himneski faðir hjá mjer láttu skarta
heilaga trú og líf, sem ávöxt ber.
Utvarp þitt hafðu æ í mínu hjarta,
svo út þaðan streymi lof til dýrðar þjer.
Ó. S.
Kennari á Norðurlandi skrifar: Það var mikil blessuð send-
ing Bænabókin hans síra Sigurðar í Hraungerði. Það hefur
verið hljótt um þá góðu bók. Það var af tilviljun, að jeg
kyntist henni. Það eru 6 ár síðan hún kom út, og ekki hef
jeg sjeð hennar getið neins staðar, en sannarlega er hún þó
þess verð, að henni sje gaumur gefinn. Það er alveg furðulegt,
hve miklum og fjölbreyttum trúarlegum fróðleik er komið
fyrir í þessari litlu bók, enda hefur höfundurinn unnið að því
að safna í hana í 15 ár, og auðsjáanlega ekki kastað til þess
höndunum. Meðal annars eru þarna bænir hvern dag, morg-
un og kvöld, eftir mestu andans menn kristninnar frá fyrstu
tíð (65 að tölu) og efni bænanna í 70 flokkum. — Fræði Lúters.
— Leskaflaskrá fyrir alla mánuði ársins. — Pistlar og guðspjöll
kirkjuársins. — 13 myndir af ýmsum kirkjugripum. — Frá-
gangur allur er hinn prýðilegasti. Utgefanda (ísafold) til hins
mesta sóma. — Verðinu mjög í hóf stilt (40.00 í alskinni).
*) Þessi sálmur birtist í „Hlín“ 32. En þar fjell eitt erindi úr.
Höfundur óskar eftir að kvæðið birtist í heild. — Ritstj.