Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 71
71
við frávikshegðun, að teknu tilliti til einstaklingsbundinna aðstæðna. Nánar tiltekið
er um að ræða línulega stigveldisgreiningu (e. hierarchical linear regression) sem er
eitt afbrigði fjölstigagreiningar. Fylgnireikningar voru framkvæmdir í SPSS forritinu
en fjölstigagreiningin í HLM (Raudenbush, Bryk og Cheong, 2001).
niÐUrstÖÐUr
Lýsandi niðurstöður
í töflu 1 getur að líta lýsandi niðurstöður um félagsgerðareinkenni og umfang frá-
vikshegðunar í skólahverfum samkvæmt svörum nemenda. Breytileiki í félagsgerð
skólahverfa er umtalsverður. Til glöggvunar má lesa úr töflunni að í skólahverfinu
sem minnstan fjölskyldustöðugleika hefur búa 43 prósent nemenda hjá báðum foreldr-
um sínum en 89 prósent þar sem fjölskyldustöðugleikinn er mestur, en meðaltalið er
74 prósent. Lesa má á sama hátt úr niðurstöðum um háskólamenntun foreldra (hlut-
fall nemenda sem segjast eiga a.m.k. eitt foreldri með háskólapróf), búferlaflutninga
(hlutfall nemenda sem segjast hafa flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag á undanförnum
12 mánuðum) og atvinnuleysi foreldra (hlutfall nemenda sem segja að báðir foreldrar
séu nú eða hafi verið atvinnulausir á árinu). Helmingur skólahverfanna er á höfuð-
borgarsvæðinu en helmingur utan þess. Loks má sjá lýsandi tölfræði um félagslegt
tengslanet í skólahverfum og um umfang afbrotahegðunar og fíkniefnaneyslu í skóla-
hverfum.1
Tafla 1. Lýsandi tölfræði fyrir grenndarsamfélög (skólahverfi)
Lægsta- Hæsta- Meðal- Staðalfrávik
gildi gildi gildi
Fjölskyldustöðugleiki 0,43 0,89 0,74 0,09
Háskólamenntun foreldra 0,07 0,70 0,30 0,14
Búsetuóstöðugleiki 0,02 0,18 0,07 0,03
Höfuðborgarsvæðið 0 1 0,50 ——
atvinnuleysi foreldra 0,00 0,06 0,01 0,01
Félagsleg tengslanet –0,42 0,46 0,01 0,21
afbrotaatferli –0,23 0,36 0,01 0,12
Fíkniefnaneysla –0,21 0,35 0,01 0,14
Skýring: N = 68. allar breytur eru mældar á stigi skólahverfisins
1 Fylgnireikningar benda til þess að félagsgerðareinkenni skólahverfa séu nokkuð stöðug milli
árganga. Skólahverfi sem hafa mikinn fjölskyldustöðugleika meðal nemenda í tíunda bekk hafa
að jafnaði mikinn fjölskyldustöðugleika meðal nemenda í níunda bekk (r = 0,60). Hið sama gildir
um háskólamenntun foreldra (r = 0,73), félagslega þéttni (r = 0,67) og umfang afbrotahegðunar
(r = 0,32) og fíkniefnaneyslu (r = 0,44). Bæði félagsgerð og umfang frávikshegðunar virðast þannig
vera nokkuð stöðug einkenni á grenndarsamfélögum milli ára, að minnsta kosti þegar litið er til
skamms tíma.
JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon