Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 69
6
geri það að verkum að tilheyri unglingar grenndarsamfélagi sem einkennist af óstöð-
ugleika og litlum félagsauði séu auknar líkur á að þeir sýni frávikshegðun, jafnvel
þótt þeir upplifi ekki óstöðugleika heima hjá sér. Ástæðan er sú að unglingar sem búa
í óstöðugu grenndarsamfélagi eru líklegri til þess að tengjast (og verða fyrir áhrifum
af) jafnöldrum sem búa við óstöðugleika og bágborið taumhald (Elliott o.fl., 1996). Þar
með er komin enn ein ástæðan til þess að setja fram þá tilgátu að félagsgerð grenndar-
samfélagsins hafi umtalsverð áhrif á frávikshegðun unglinga, burtséð frá félagslegum
aðstæðum þeirra sjálfra.
aÐfErÐ
Notuð eru gögn úr spurningalistakönnun sem lögð var fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
grunnskóla á landinu öllu í marsmánuði 1997 (Þórólfur Þórlindsson o.fl., 1998). Könn-
unin var lögð fyrir alla nemendur sem mættu í skólann dagana sem könnunin fór
fram. Spurningalistunum svaraði um 91 prósent allra nemenda í árgöngunum tveim-
ur. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 7785.
Þótt ekki hafi verið unnt að rekja svör til einstakra svarenda (enda könnunin nafn-
laus) var skráð hvaða skóla svarendur tilheyrðu. af þessum sökum er hægt að leggja
saman svör nemenda (þ.e. reikna tíðni og hlutföll) eftir skólum og mæla þannig fé-
lagsgerðareinkenni skólahverfa. Mælingar á grenndarstiginu (þ.e. á stigi skólahverfa)
eru gerðar með því að leggja saman og reikna skólameðaltöl fyrir svör nemenda. Til
þess að tryggja lágmarksfjölda svarenda í hverju skólahverfi reyndist nauðsynlegt að
sleppa fámennum skólum. aðeins eru notuð svör nemenda úr skólum þar sem svar-
endur voru 30 eða fleiri. Eftirfarandi athugun byggist á svörum 6748 nemenda í 68
skólahverfum og er helmingur þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi svarenda í
skólahverfi er um 99 (staðalfrávik = 65).
Upplýsingar um félagsgerð skólahverfa í þessari spurningakönnun eru óvenju áreið-
anlegar þar sem þær byggjast á svörum um níu af hverjum tíu nemendum í hverju
skólahverfi. Með öðrum orðum nær könnunin til nær allra unglinga í skólahverfunum
68 en ekki til úrtaks úr hverju grenndarsamfélagi, líkt og flestar fyrri rannsóknir (t.d.
Sampson og Groves, 1989), og henta því vel til þess að nota einstaklingsmælingar (þ.e.
spurningar í könnun) til að búa til heildargögn um félagsgerð grenndarsamfélaga.
Mælitæki
Höfuðborg / landsbyggð. Staðsetning skólahverfis var mæld með tvíkosta breytu sem
fær gildið „1“ ef skólahverfið er á höfuðborgarsvæðinu en „0“ ef svo er ekki.
Fjölskyldustöðugleiki. Fjölskyldustöðugleiki svarenda var mældur með tvíkosta
breytu sem fékk gildið „1“ ef svarendur sögðust búa hjá báðum foreldrum sínum
en gildið „0“ ef fjölskylduform heimilis var öðruvísi (einstætt foreldri, stjúpforeldri á
heimili eða annað fyrirkomulag). Fjölskyldustöðugleiki skólahverfa er mældur með
hlutfallslegum fjölda svarenda í hverjum skóla sem segist búa hjá báðum foreldrum.
Búferlaflutningar. Búferlaflutningar svarenda voru mældir með tvíkosta breytu sem
JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon