Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 13
13 aЭfErЭ Árið 2000 hófst samstarf höfunda þessarar greinar við fjóra íslenska skóla, tvo grunn- skóla og tvo framhaldsskóla, til að aðstoða skólana við sjálfsmat sitt. Þessir skólar voru meðal þeirra skóla sem fundu sig vanbúna til að takast á við sjálfsmatið á eigin spýtur og óskuðu eftir fagaðstoð þegar hún bauðst. Undirritaðar eru háskólakennarar, önnur við Háskóla íslands og hin við Central Connecticut State University í Banda- ríkjunum. v­ið buðum okkur fram til þessa starfs með tvenns konar markmið í huga, annars vegar að aðstoða skólana við sjálfsmatið og hins vegar að skoða hvað gerist í skólum þegar svo róttækar breytingar eru gerðar á skólastarfinu. Skólarnir voru valdir með það í huga að þeir væru allir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, til að auðvelda samstarfið, og að þeir hefðu ekki hafið matsvinnu í verulegum mæli. aðstoðin var sett upp í tveim áföngum. í fyrri áfanga var sett upp matsteymi innan skólanna. Teymin fengu þjálfun í aðferðafræði sjálfsmats og unnu síðan að því að hanna matskerfi fyrir skólann. í öðrum áfanga unnu teymin með öðru starfsfólki skól- anna og deildu einnig reynslu sinni með öðrum skólum. Nú hefur þetta starf staðið í fjögur ár og gagna um ýmis kerfi innan skólanna hefur verið aflað þrisvar. í fyrsta sinn svöruðu kennarar í skólunum spurningalista áður en matsvinnan hófst, í annað sinn þegar matsstarf hafði staðið í rúmt ár og í síðasta sinn þegar matsvinna hafði verið í gangi í skólunum í þrjú ár. Á sama tíma voru gerðar vettvangskannanir meðal mat- steymanna og rætt við lykilaðila í matsstarfinu. Því má nú fara að draga ýmsar álykt- anir um það hvaða breytingar verða í skólunum þegar þar er unnið að sjálfsmati. Unnið var með skólunum út frá þeim sjónarhólum sem að framan hefur verið lýst. Vald­efling­ Matsteymin voru hvött til að beina verkefninu að sviðum sem þau töldu að gæfu nýt- anleg gögn í byrjun og meta síðan hvernig staðan væri á þeim sviðum. Niðurstöður af matinu áttu síðan að segja til um frekara starf á þessum sviðum. Þetta er í samræmi við valdeflingarnálgun Fettermans (1994) þar sem kennarar ráða því sjálfir hvað er metið og hvernig niðurstöður eru notaðar. Rökr­æðulýðr­æði allir sem höfðu áhuga í skólunum gátu verið með í matsteymunum, sem er eitt af skilyrðum rökræðulýðræðis (House og Howe, 2000), en skólastjórnendur völdu þó nokkra kennara til starfsins. í upphafi ræddu hóparnir um það hvaða svið ætti að meta og hvernig skyldi fara að því. Þegar niðurstöður lágu fyrir ræddu hóparnir um þær og gerðu þróunaráætlanir út frá þeim. Aðfer­ðar­held­ni v­ettvangskannanir og viðtöl voru hér notuð til að kanna aðferðarheldni í skólunum. Misjafnt var eftir skólum hver aðferðarheldnin var, sem hlýtur að skipta máli þegar mat er lagt á framkvæmdina (Mowbray, Holter, Teague og Bybee, 2003). SIGURLÍnA DAVÍÐSDÓTTIR, PEnELoPE L ISI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.