Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 98
8
setti ég mitt fingrafar á það“. Mynd Davíðs er af kastala: „Ég er hrifinn af riddurum
og hermönnum og þess vegna kastali … tengist ævintýrum. Ég er hrifinn af hvernig
þetta lítur út,“ sagði hann. verk þessara tveggja pilta fela ekki í sér skilaboð né túlka
tilfinningar, sögðu þeir, heldur sýna þau bara það sem þeim finnst skemmtilegast að
gera: „ … að teikna“.
Dæmi um túlkun tilfinninga var að finna í mynd villa sem fjallar um einelti og mó-
tífið sem hann velur til að koma skilaboðum á framfæri er goðsagnapersónan Medúsa.
í frásögn sinni af myndverkinu hugleiddi hann hvort Medúsa hefði alltaf verið svona
slæm eða hvort hún hefði hugsanlega aldrei mætt neinni væntumþykju og þess vegna
snúist gegn öllum. „Það gerist í nútíma þjóðfélagi, veistu …“ Myndsköpun er ann-
arskonar tjáningarmáti fyrir villa, en það er í munnlegri túlkun hans sem hann getur
„komið hlutunum frá sér“ og útskýrt á hvaða hátt myndir hans fela í sér skilaboð.
Þó myndverk pilta og stúlkna virtust ólík kom það ekki skýrt fram fyrr en frásagn-
ir þeirra og túlkanir vörpuðu ljósi á þennan mun. Landslagsmyndir piltanna endur-
spegluðu sjónrænar eigindir og myndræna samsetningu eða hugmyndir byggðar á
ævintýrum. aðeins Nói sýndi raunveruleg heimkynni sín, eyjuna þar sem hann býr,
og lýsti tilfinningum sínum til svæðisins og fólksins þar. Stúlkurnar tengdu landslags-
myndir sínar eigin tilfinningum til umhverfisins og þeirra sem því tengjast. Jafnvel
Lísa, sem leggur mest upp úr fagurfræðilegri ásýnd verka sinna, útskýrði að mynd
hennar væri af stað í Danmörku þar sem foreldrar hennar bjuggu áður en hún fæddist.
„Þetta virðist mjög fallegur staður … mig hefur alltaf langað að koma þangað,“ sagði
hún og sýndi þannig tilfinningaleg tengsl við mótífið (staðinn).
Þó að stúlkur virðist oftar sýna mikilvægi samskipta og tengsla í myndum sínum
og túlka oftar tilfinningar má jafnframt finna í myndum þeirra sterka sjálfsmynd. Ef til
vill kemur sjálfsstjórn/sjálfstæði beggja kynja best í ljós í þeim vitnisburði að skoðun
þeirra sjálfra skipti mestu máli, ekki annarra, þegar kemur að því að leggja mat á eigin
myndverk. „Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um verkin mín …“ sagði ísabella
og bætti við: „ … og þó, ef það væri einhver nátengdur mér eins og pabbi fyndist mér
það auðvitað leiðinlegt … það skiptir samt mestu máli hvað mér finnst.“ Róbert tók
undir þetta og sagði: „það skiptir mig engu máli hvað öðrum finnst um myndirnar
mínar … það sem skiptir mestu máli er að mér finnist þær vel gerðar.“
Sögubrotin í þessum kafla sýna hvernig ungmennin tjá reynslu sína fyrst í samtali
við myndmiðilinn og deila síðan túlkun sinni með öðrum, í þessu tilfelli mér og mynd-
verkinu. Það er í slíkum samtölum sem tækifæri bjóðast til að orða svör við spurning-
unni „hver er ég“ og stuðla þannig að mótun sjálfsins gegnum munnlega frásögn.
UMrÆÐa
Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast skilning á hlutverki myndsköpunar í dag-
legu lífi ungs fólks og hvernig frásögn þess af eigin myndverkum kann að hafa áhrif
á mótun sjálfsins. Rannsóknin gefur til kynna að túlkun nemenda eða frásögn af eigin
myndverkum sé nátengd mótun sjálfsmyndar. Niðurstöðurnar sýna að ungmennin
tengja þá sjónrænu sögu sem sett er fram í myndverkum því hvernig þau skynja sjálf
H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A