Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 77
77
Tafla 4. Línulegt stigveldisaðhvarf fyrir samband félagsgerðarþátta og frávikshegðunar
óHÁðaR BREYTUR
Fjölskyldu- Búsetu- atvinnuleysi Félagslegt
stöðugleiki óstöðugleiki foreldra tengslanet
HÁðaR BREYTUR
Afbrota- Fíkniefna- Afbrota- Fíkniefna- Afbrota- Fíkniefna- Afbrota- Fíkniefna-
hegðun neysla hegðun neysla hegðun neysla hegðun neysla
Jafna 1a Jafna 2a Jafna 3a Jafna 4a Jafna 5a Jafna 6a Jafna 7a Jafna 8a
Heildaráhrif á –0,63** –0,75** 1,50** 1,17* 3,95* 3,78* –0,16* –0,28**
grenndarstigi
Jafna 1b Jafna 2b Jafna 3b Jafna 4b Jafna 5b Jafna 6b Jafna 7b Jafna 8b
Samhengis- –0,46** –0,47** 1,32** 0,89 3,35* 3,38* –0,01 –0,16*
áhrif
Einstaklings- –0,17** –0,28** 0,18** 0,30** 0,64** 0,43 –0,15** –0,13**
stigsáhrif
Hlutfallsleg 0,46 0,60 0,30 0,13 0,35 0,33 0,07 0,28
skýring á
breytileika í
frávikshegðun
milli skóla-
hverfa
Hlutfallsleg 0,01 0,01 0,00 0,01 0,00 0,00 0,04 0,02
skýring á
breytileika í
frávikshegðun
milli
einstaklinga
Skýring: Áhrifastuðlar í töflu eru óstaðlaðar hallatölur úr línulegu stigveldisaðhvarfi.
* p < 0,05; ** p < 0,01; p < 0,10 (Tvíhliðapróf)
Loks má bæta því við að tölfræðileg tengsl félagsgerðarþátta og frávikshegðunar á
einstaklingsstiginu eru í samræmi við væntingar okkar. Einstaklingsáhrifin í töflu 4
sýna að það að búa ekki hjá báðum foreldrum, það að eiga atvinnulausa foreldra, það
að hafa flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag nýlega og það að eiga foreldra sem ekki til-
heyra tengslaneti grenndarsamfélagsins eru allt tölfræðilega marktækir áhættuþættir
frávikshegðunar, að teknu tilliti til félagsgerðar skólahverfisins.
lOKaOrÐ
Niðurstöður okkar um tengsl félagsgerðareinkenna við frávikshegðun á einstaklings-
stiginu eru í góðu samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna hérlendis (sjá yfirlit í Jón
Gunnar Bernburg, 2004). Þær sýna að það að búa ekki hjá báðum foreldrum, það að
eiga foreldra sem báðir eru eða hafa verið atvinnulausir nýlega, það að hafa flutt í nýtt
hverfi eða sveitarfélag nýlega og það að eiga foreldra sem ekki tilheyra tengslaneti
JÓn GUnnAR BERnBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLInDSSon