Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 17
17
allt skólastarfið og taki til allra helstu atriða sem þar fara fram. Fjórði skólinn, grunn-
skóli a, hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum.
Niðurstöður úr spurningalistum
í töflu 2 kemur fram hvar mismunur milli ára finnst í hverjum skóla og skólunum
öllum á þeim spurningum sem áttu að mæla skólamenningu. Þar kemur til dæmis
fram að í fyrstu spurningunni (Samræður við kennara) hafði orðið aukning í skóla D frá
annarri til þriðju gagnaöflunar (b)<c)) og þegar allir skólarnir voru reiknaðir saman
voru samræður milli kennara tíðari í síðustu umferð gagnaöflunar en í þeirri fyrstu
(a)<c)). Þar sem merkið + er sett við spurningar var svörunin í upphafi yfir meðallagi
(3) svo að ekki er hægt að búast við aukningu eftir það (rjáfuráhrif). Þó hefur það í
nokkrum tilvikum gerst að aukningin varð það mikil milli ára að hún var marktæk,
þótt svörunin hafi sýnt niðurstöður ofan við meðallag í fyrstu gagnaöflun. Þetta er
ekki sýnt sérstaklega, heldur er aukningin milli ára þá sýnd. Eins og fram kemur í
töflu 2 er framför í öllum skólunum, en þó aðallega í skóla B og D. Þegar allir skólarn-
ir eru reiknaðir saman kemur greinilega fram að aukningin er mest frá árinu 2002 til
ársins 2004.
Tafla 2. Skólamenning
Spurning Skóli A Skóli B Skóli C Skóli D Allir
Samræður við kennara b)<c) a)<c)
Samstarf við kennara + + + +
Horfum hvert á annað kenna a)b)<c) a)b)<c)
vinn samkv. skólanámskrá + + + + +
Sýni nýjar kennsluaðferðir a)<c)
Samband við stjórnendur + + + + +
Nýjungar í kennsluaðferðum b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
Ánægð/ur í starfi mínu + + + + +
Hvatning til nýstárlegra aðf. a)<b)c) a)b)<c)
að geta vaxið í starfi a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
Allur kvarðinn a)b)<c) a)b)<c)
a) gagnaöflun 2000, b) gagnaöflun 2002, c) gagnaöflun 2004
+ svör við spurningu voru frá upphafi yfir meðallagi
< marktækur munur frá fyrri gagnaöflun
í töflu 3 eru sýnd svör kennara og skólastjórnenda um skipulagningu skólastarfsins.
í töflu 3a) kom fram að svo virtist sem oftar væri rætt um markmið í skólastarfinu
þegar allir skólarnir voru reiknaðir saman. í skóla a var heldur sjaldnar en áður rætt
um markmið skólastarfsins og minna um að skólanámskrá væri notuð við ákvarð-
anatöku. Greinilegur munur kom fram milli ára í töflu 3b). Starfsfólk allra skólanna
var meðvitaðra í síðustu gagnaöfluninni en í fyrri gagnaöflunum um það, hvaðan
markmið skólans kæmu. Mjög greinilegur munur milli ára kom fram í töflu 3c) um
SIGURLÍnA DAVÍÐSDÓTTIR, PEnELoPE L ISI