Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 27

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 27
27 nOKKrar sÖGUlEGar OG frÆЭilEGar fOrsEnD­Ur Sameiginlegur forfaðir beggja þeirra afbrigða af beinaberri lífsleikni sem nefnd voru til sögu hér að framan er aristóteles. Hann taldi uppistöðu lífsgildakennslu eiga að vera kennslu í og um dygðir. Rit allra helstu talsmanna skapgerðarmótunar eru því morandi í beinum og óbeinum tilvísunum til aristótelesar og áhersla þeirra á (siðferði- lega) virðingu og sjálfsvirðingu er sporræk aftur til hans (sjá t.d. Lickona, 1991). En jafnframt lagði aristóteles mikið upp úr þýðingu tilfinninga fyrir hið góða líf. Hann áleit að geðsmunir okkar væru – eða ættu með réttu að vera – þrungnir af vitsmun- um, rétt eins og vitsmunirnir væru þrungnir af geðsmunum. v­erk aristótelesar eru þannig söguleg forsenda vitsmunakenninga um tilfinningar er mikillar hylli njóta í samtímanum og lögðu grunninn að hugmyndinni um tilfinningagreind: hugmynd sem aftur hefur mótað viðhorf talsmanna félagsþroska- og tilfinninganáms. Páfi til- finningagreindarfræðanna, Daniel Goleman, gengur svo langt í formála metsölubókar sinnar að lýsa henni sem markvissri tilraun til að bregðast við „áminningu aristóteles- ar“ um að „gæða tilfinningar okkar greind“ (1995, bls. xv).4 Forsvarsmenn tilfinninga- greindar og félagsþroska- og tilfinninganáms eru yfirleitt sálfræðingar fremur en sið- fræðingar og hafa ef til vill þess vegna meiri hug á (jákvæðri) sjálfsmynd en (jákvæðri) sjálfsvirðingu. Hugur manna er einatt kvikastur um kunnugasta ranninn. Skilningur þeirra á tilfinningagreind verður þannig nokkur annar en hjá aristótelesi sem lagði réttar tilfinningahneigðir að jöfnu við siðferðisdygðir, eins og við sjáum í næsta hluta ritgerðarinnar. Ég hef ekki gert nákvæma orðræðugreiningu á texta íslensku námskránna í lífs- leikni en skjótur yfirlestur bendir til að þar ríki furðu gott jafnvægi milli hins siðferði- lega sjónarmiðs (sem einkennir skapgerðarmótun) og hins sálræna (sem einkennir félagsþroska- og tilfinninganám). v­íða skarast þessi áhersluatriði, en ég hef þó leyft mér að taka saman eftirfarandi orðalista úr grunnskólanámskránni, inngangi og náms- markmiðalista (Menntamálaráðuneytið, 1999a), þar sem tínd eru saman orð sem vana- lega tilheyra orðaforða hvors sjónarmiðs: Hið siðferðil­eg­a sjónarmið: andleg verðmæti, siðvit, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum, alhliða þroski, gagnrýnin hugsun, mannrækt, samhygð, samskipti, tilgangur leikreglna í mannlegum samskiptum, jafnrétti, alþjóðavitund, sanngirni, réttlæti, kurteisi. Hið sál­ræna sjónarmið: sálrænn styrkur, líðan, sjálfsþekking, sköpun, lífsstíll, marg- breytileiki tilfinninga, lýsing tilfinninga, sjálfstraust, sjálfsagi, markmiðssetning, færni í ópersónulegum samskiptum, að standast þrýsting. í aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999b) er á sama hátt talað um lífsleikni sem alhliða ræktun þroskaþátta er tengjast meðal annars siðgæði, tilfinning- um og vitsmunum, auk þess sem hún eigi að kenna börnum lýðræðisleg vinnubrögð og virðingu fyrir rétti og reglum. í aðalnámskrá framhaldsskólans er lífsleikni hins vegar skilin talsvert öðrum og hagnýtari skilningi er fremur varðar tjáningu, starfs- og námsval (Menntamálaráðuneytið, 1999c). Ég hef enga ástæðu til að ætla að höfundar námskránna fyrir leik- og grunnskólann hafi af ásetningi ætlað að tryggja jafnvægi 4 í tilvísunum til bókar Golemans (1995) hér og eftirleiðis er yfirleitt stuðst við þýðingar Áslaugar Ragnars í Goleman (2000). KRISTJÁn KRISTJÁnSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.