Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 111
111 löndunum (Gerður G. óskarsdóttir, 2000). Þau sem hafa áhuga á verknámi eða starfs- námi virðast því ekki finna nám við hæfi. Mismunandi viðhorf til verknáms og bók- náms geta líka haft sín áhrif á val ungs fólks. Síðan má velta því fyrir sér hvort hið háa brottfall úr verknámi sýni að stuðningur við nemendur sé minni eða annar en ef um bóknám er að ræða. Skólaker­fið hefur­ br­ug­ðis­t of mör­g­um Þegar horft er til þess brottfalls sem er úr framhaldsskólanum virðist augljóst að hið formlega skólakerfi; grunnskóli og framhaldsskóli, mætir ekki þörfum margra þeirra sem helst þurfa á stuðningi og ráðgjöf að halda. Það hefur miðað í rétta átt, en samfé- lagið; stjórnmálamenn, foreldrar og skólafólk sýna því samt ótrúlegt skeytingarleysi að börn hætta námi án þess að ljúka grunnskóla, hefja aldrei nám í framhaldsskóla, reyna kannski fyrir sér í framhaldsskóla en útskrifast ekki. Skólakerfið er, að því er virðist, ekki það jöfnunartæki sem vonir hafa verið bundnar við eða treyst hefur verið á. Það hefur brugðist of mörgum. „Þannig er ljóst að skólanum tekst ekki að bæta upp það sem nemendur fara á mis við í fjölskyldu sinni. annaðhvort er skólinn áhrifalaus í þessum efnum eða þessar niðurstöður styðja kenningar þeirra sem segja að skólinn viðhaldi aðeins ríkjandi stéttaskiptingu?“ (Gerður G. óskarsdóttir, 2000). Áhugaleysi gagnvart því hvernig nemendum reiðir af í skólakerfinu stangast á við það að vaxandi skilningur virðist á mikilvægi menntunar við hnattvæðingu og tækni- og atvinnuháttabreytingar og næg þekking til að taka á málum ef raunverulegur skiln- ingur og áhugi væri fyrir hendi. aðilar vinnumarkaðarins virðast þó skynja þörf bæði atvinnulífsins og fólksins sem ekki náði að nýta sér hið formlega skólakerfi. Staða hins óformlega kerfis hefur mjög verið að styrkjast hin síðari ár vegna ákvæða kjara- samninga og mörgum úrræðum er sérstaklega beint að þeim sem hafa litla formlega menntun. Þar hafa opinberir aðilar ekki skynjað ábyrgð sína vegna veikleika hins opin- bera skólakerfis þar sem viðgengst að allt að 40% fólks ljúki aldrei prófi úr framhalds- skóla sem lögum samkvæmt á þó að vera fyrir alla. HEiM­ilD­ir Al­þing­i . 125 . þing­, þing­skj . 102. Tekið af vefnum í apríl 2006 af http://www.althingi.is Al­þing­i . 125 . þing­, þing­skj . 237. Tekið af vefnum í apríl 2006 af http://www.althingi.is Al­þing­i . 130 . þing­, þing­skj . 1406. Tekið af vefnum í apríl 2006 af http://www.althingi.is Gerður G. óskarsdóttir (1993). Hætt í skóla. Nám og námsaðstæður nemenda sem hætta í skóla eftir tvö ár í framhaldsnámi eða fyrr. Uppel­di og­ mennt­un 2 (1), 53–67. Gerður G. óskarsdóttir (2000). Frá skól­a t­il­ at­vinnul­ífs: Rannsóknir á t­eng­sl­um mennt­unar og­ st­arfs. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan. Hagstofa íslands (2004). Vinnumarkaður 2002. Tekið af vefnum í apríl 2006 af http:// www.hagstofa.is/ Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg andrea Jónsdóttir (1992). Námsferil­l­ í framhal­dsskól­a: Hel­st­u niðurst­öður. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. SVAnFR ÍÐUR JÓnASDÓTT I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.