Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 89

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 89
8 tilfinningar, lífsreglur og reynslu, sem gefur jafnframt færi á að lýsa því hvað verkin segja um þá sjálfa og veröld þeirra. í þessu felst að gera sér hugmynd, bæði á sjón- rænan hátt og munnlega, og deila henni með öðrum, í þessu tilviki þeim sem tekur viðtalið og listaverkinu sjálfu! Eins mætti líta á myndverk ungmennanna sem sjónræn gögn sem þau fá tækifæri til að ígrunda. Rannsóknin byggist á þeirri hugmynd að hlutverk myndsköpunar í daglegu lífi ungmenna skipti máli og sé um leið þýðingarmikill þáttur í mótun sjálfsmyndar. Til þess að öðlast skilning á þessu hlutverki voru eftirfarandi spurningar hafðar að leið- arljósi. 1) Hvernig skynja ungmenni þýðingu og gildi myndsköpunar? 2) Hvað knýr þau áfram í listrænum athöfnum sínum? 3) Hvernig geta ungmenni skapað eigið frásagnarsjálf í myndsköpun sinni og við það að segja sögur af myndverkum sínum? 4) Hvaða augum líta ungmenni samskiptamöguleika myndsköpunar; að ná til ann- arra, og hvernig skilaboð felast í myndverkum þeirra? aЭfErЭ Til að kanna hlutverk myndsköpunar í daglegu lífi ungmenna og þátt hennar í mótun sjálfsmyndar var notuð eigindleg rannsóknaraðferð. í eigindlegum rannsóknaraðferð- um er hægt að stíga út fyrir hefðbundnar nálgunarleiðir í menntarannsóknum og gefa rannsakandanum færi á skapandi aðferðum. Eisner (1998) heldur því fram að í sköp- un listaverka sé stuðst við eigindlegar aðferðir og slíkar aðferðir veiti upplýsingar. í þessari rannsókn voru myndverk ungmennanna notuð sem sjónræn gögn. Eisner álítur ennfremur að þekkingar megi afla á marga vegu, m.a. eins og hún er sett fram af listamönnum, rithöfundum eða danshöfundum í verkum sínum. Með því að nota sem fjölbreytilegastar leiðir í menntunarrannsóknum verður sviðið auðugra og víðtækara (Eisner, 1998). Fyrir valinu urðu opin einstaklingsviðtöl við nemendur. v­iðtölin voru í tveimur hlutum; fyrri hlutinn var almenn umræða um hlutverk myndlista og myndsköpunar í lífi ungmennanna og var ætlað að koma á samræðu sem gæti varpað ljósi á merkingu myndsköpunar í daglegu lífi þeirra, og þannig undirbúið jarðveginn fyrir frekari sam- ræður. Síðari hlutinn var samtal um myndverk nemendanna sem þeir höfðu meðferð- is í viðtalið. Þeim hluta viðtalsins mætti líkja við víxlverkun spyrils og viðmælanda þar sem hinn síðarnefndi lýsir upplifun sinni af listaverkinu við rannsakandann og um leið er listaverkið þáttur í íhugun beggja. í viðtölunum var stuðst við ákveðnar spurningar en það fór eftir þróun viðtalanna hver röð spurninganna varð og ég hvatti nemendur til að segja frá á sinn hátt. aðaláherslan var á það sem gerir myndsköpun merkingarbæra í daglegu lífi ung- menna og á viðhorf þeirra til eigin listsköpunar. Ennfremur voru spurningar um þýð- ingu myndlistanáms og félagslegt gildi þess að leggja stund á myndlist. Janesick (1998) telur að í eigindlegum rannsóknum sé mikilvægt að sjónarhorn rann- sakandans komi fram í skriflegum hluta rannsóknarinnar. Um hlutverk mitt sem rann- RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.