Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 30
30
5 Ekki er ástæða hér til að rekja sögu tilfinningagreindarhugtaksins hjá fyrirrennurum Golemans.
Það er ljóst að sá skilningur sem lagður er í hugtakið í L er runninn frá Goleman og hinni sögu-
frægu sjálfshjálparbók hans (1995).
skilja orð mín svo að ég amist við því að félagsþroska- og tilfinninganám sé gert að
leiðarstefi lífsleiknikennslu heldur beri fortakslaust að skipuleggja hana sem dygða-
kennslu í anda skapgerðarmótunar. Ég kannast fúslega við að mörg rit um skapgerð-
armótun (t.d. Lickona, 1991) gera tilfinningadygðum ekki nógu hátt undir höfði en
einblína á athafnadygðir. Minnumst þess hins vegar að hugmyndirnar að baki jafnt til-
finningagreind sem skapgerðarmótun eru upphaflega runnar undan rifjum aristótel-
esar. Besta leiðin til að skýra hvað ég á við með því að tilfinningagreindina skorti
siðferðilega dýpt er að bera kenningu aristótelesar um tilfinningadygðir saman við
kenningu Golemans um tilfinningagreind (sem að miklu leyti endurspeglast í L). Ég
vona að með því takist mér að vekja lesendum hugboð um hvernig hugsanlega væri
hægt að skipuleggja félagsþroska- og tilfinninganám af því tagi sem L á að leggja
grunn að þannig að jafnt sálræn sem siðferðileg markmið fái að njóta sín.
tilfinninGaGrEinD EÐa tilfinninGaDyGÐir
Samkvæmt kenningu aristótelesar mynda tilfinningar okkar varanlegar og stöðugar
skapgerðarhneigðir sem geta, eins og aðrar slíkar hneigðir, verið lofsverðar (dygðug-
ar) eða lastverðar (ódygðugar). Tilfinningaþroski og siðferðisþroski eru þannig óað-
skiljanleg ferli; það er tómt mál að tala um „tilfinningagreindan“ mann sem ekki er
um leið dygðugur eða dygðugan mann sem ekki hefur fengið vel útilátið af „tilfinn-
ingagreind“. Þessi kenning tekur á sig ýmsar myndir sem ekki koma allar heim og
saman við skilning Golemans á tilfinningagreind,5 jafnvel þótt yfirlýst markmið hans
sé ekki annað en það að jarð- og aðgerðabinda kenningu aristótelesar. við sjáum þetta
best með því að bera skipulega saman nokkra lykilþætti kenninganna (sjá nánar hjá
Kristjáni Kristjánssyni, 2006b). Áhersla Erlu, Jóhanns Inga og Sæmundar er því miður
oftar Golemans megin þó að það sé að vísu ekki algilt, eins og við komust að raun um
hér á eftir.
Tafla 1. Samanburður á hugmyndum Golemans um tilfinningagreind og Aristótelesar um
tilfinningadygðir
Tilfinningagreind Tilfinningadygðir
a) Sálrænt svið Skapgerð Tilteknar skapgerðarhneigðir
b) Almennt lífsmarkmið Árangur Farsæld
c) Einkennandi hugsunarháttur Klókindi Siðvit
d) Mælikvarði á árangur Sálrænn og huglægur Siðferðilegur og hlutlægur
e) Gildissvið Jákvæðar tilfinningar Jákvæðar og neikvæðar
tilfinningar
f) Áhrif á sjálfið Sjálfsþekking, jákvæð Sjálfsvirðing
sjálfsímynd og sjálfsagi
g) Viðhorf til ágreinings Lausn ágreinings Hin rétta lausn ágreinings
h) Lokamark tilfinningaþroska Tilfinningalegt jafnvægi Tilfinningaleg virkni og þróttur
og jafnaðargeð
L Í FS LE IKn I oG T I L F InnInGAGRE InD