Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 58
8 lítinn talnaskilning og áttu erfitt með að gera sér mynd af því um hvað verkefnin sem ég lagði fyrir snerust. Ég áttaði mig fljótt á því að þá skipti samhengið máli. Ef þeir gátu sett sig í spor þeirra sem verkefnið fjallaði um var mun auðveldara að leysa það. í desember bökuðum við piparkökur í skólanum. Daginn eftir lagði ég fyrir eftir- farandi þraut. anna, Birta og Hafþór bökuðu samtals 20 piparkökur og skiptu þeim jafnt á milli sín. Hvað fékk hvert þeirra margar piparkökur? Þetta er deilingardæmi sem ekki gengur upp. En það vafðist ekki fyrir sex ára börnum að leysa það. Flest töldu kubba. Þau byrjuðu á að telja 20 kubba og skiptu þeim svo í þrjá hópa. Þá kom í ljós að það var einum kubbi minna í einum hópnum en hinum. Það urðu miklar umræður um hvort það væri sanngjarnt að einn fengi minna en hinir. Bjarni kom með þá tillögu að taka tvo kubba frá og kennarinn fengi þær kökur. allir voru sáttir við það nema kennarinn. Ég sagði að það ætti að skipta kökunum jafnt á milli allra. Hanna sagði að það væri hægt að brjóta þessar tvær í tvennt. Hún teiknaði tvo hringi á blaðið sitt og skipti hvorum hring í tvo hluta með því að draga lóðrétt strik. „Það fá allir hálfa köku í viðbót og svo hendum við bara afganginum af því að það er svo lítið“, sagði Hanna. Ég var sátt við þessa lausn og var í raun afar ánægð með að hafa fengið hugtakið hálfur inn í umræðuna. UM­ D­ÆM­isÖGUrnar Dæmin úr kennslu minni sem ég birti hér að framan hef ég valið til að varpa ljósi á það hvernig markviss ígrundun mín í kennslustundum og eftir þær leiddi til þess að ég tók ákvarðanir sem leiddu til þróunar á starfi mínu. Ég kaus að lýsa einum þætti kennslunnar í 4. bekk, það er umfjöllun um tvívíða rúmfræði, sem aðeins var lítill hluti af þeirri stærðfræði sem nemendur fengust við þetta skólaár. Þar kemur skýrt fram hvernig ég nýtti mér að grípa hugmyndir nemenda og vinna áfram með þær. Þau verkefni sem ég greindi frá voru ekki í námsefni nemenda, en urðu til í tengslum við verkefni í því. Ég hafði smám saman verið að feta mig áfram í þá átt að hlusta á nemendur og greina nám þeirra og nýta mér þá greiningu til þess að byggja á við skipulagningu kennslunnar. Ég tel að með því að grípa þau tækifæri sem gáfust til að þróa rannsóknir á tvívíðri rúmfræði hafi ég nýtt mér þá þekkingu sem ég hafði á stærðfræði og stærðfræðinámi til að gefa nemendum mínum kost á að dýpka þekk- ingu sína á sviðinu og byggja við það á sinni eigin þekkingu og skilningi. Ég skemmti mér ekki minna við þessar rannsóknir en nemendur og gleymdi mér oft við að sökkva mér ofan í vinnuna með þeim. Dæmi um það er þegar ég benti Stíg og Leifi á að ná sér í ferningslaga pappaform til að hjálpa sér við teikningu sína. Þegar ég skoðaði myndbandsupptöku af því fyrst varð ég miður mín yfir því að hafa tekið fram fyrir hendurnar á þeim og fannst ég hafa gert mikil mistök. Ég hefði átt að leyfa þeim að ráða sjálfum fram úr verkefninu. En þegar ég skoðaði myndbandið betur og ræddi um það við fólk sem ég treysti til að skoða það með mér sá ég að viðbrögð mín voru AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.