Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 62
62 fótboltanum. athugasemd Dóru um að það væri ekki hægt að nota bara sexhyrninga sýndi djúpan skilning á þakningu og eiginleikum tví- og þrívíðra forma. Þessi reynsla mín var í samræmi við niðurstöður rannsókna Fennema o. fl. (1993) og Wood o. fl. (1991) um að þegar nemendur sýna aukinn skilning á viðfangsefnunum halda kennar- ar áfram að þróa nýjar leiðir við kennsluna sem leiða til bætts námsárangurs. Mér fannst mikilvægt að nemendur kynntust því að rúmfræði er hluti af daglegu lífi okkar og umhverfi og að þekking á rúmfræði getur nýst við margs konar aðstæður. Það var því eðlilegt að gefa þeim tækifæri til þess að nýta hana við myndsköpun og einnig til rannsókna á umhverfi sínu. Með því að biðja nemendur ekki einungis um að rannsaka heldur einnig skapa sín eigin verk í framhaldi af rannsóknum sínum var ég að hvetja þá til að nýta þekkingu sýna til að móta með sér nýja sýn á rúmfræði. Því meiri þekkingu og dýpri skilning sem nemendur sýndu þeim mun meira ögrandi verkefni fannst mér ég geta lagt fyrir þá. Þegar nemendur kynntu verkefni sín kom skýrt í ljós að þeir voru færir um að nota hugtök rúmfræðinnar við kynningar sínar og sýndu djúpan skilning á þeim í umræðum sínum. Þetta er í samræmi við hugmyndir Glasersfeld (1995) um mikilvægi hugatakanotkunar og umræðna um verkefni. Kenn- arinn ber ábyrgð á að leggja verkefni fyrir nemendur sem hvetja til rannsókna og um- ræðna. v­erkefnin og vinnubrögðin valdi ég á grundvelli þekkingar minnar og ígrund- unar á samskiptum mínum við nemendur (Jaworski, 1998). Dæmin sem ég gaf um reynslu mína af kennslu nemenda í fyrsta bekk eru ólík þeim sem ég gaf um kennsluna í fjórða bekk. Ég þekkti nemendur mína í fjórða bekk mjög vel. Ég hafði þróað vinnubrögð mín með þeim í þrjú ár og hafði reynslu af því að ég gat leyft mér að leggja fyrir þá ögrandi verkefni sem urðu til í samstarfi okkar. Þegar ég fékk nýjan hóp nemenda stóð ég frammi fyrir því erfiða verkefni að kynnast nemendum og læra að skilja hvernig hver einstaklingur hugsar við nám sitt. Þekking mín á rannsóknum Carpenter og félaga (1984, 1995, 1999) auðveldaði mér að greina skilning þeirra á tölum og reikniaðgerðum. Reynslan sem ég hef aflað mér við þessa rannsókn hefur stöðugt mótað hugmyndir mínar og viðhorf til kennarastarfsins. Ég hef lært að skilja hve nám er flókið ferli og að hver einstaklingur verður að fá svigrúm til að skapa sér þekkingu á eigin forsendum. Hlutverk kennarans er að hlúa að því að nám geti átt sér stað. Til þess þarf hann að vera vakandi fyrir að skapa nemendum sínum aðstæður til að glíma við ögrandi við- fangsefni sem hjálpa þeim að skerpa skilning sinn og máta hann við fyrri reynslu sína og þekkingu. Hver einstaklingur þarf að rækta sjálfur með sér vilja og viðhorf til að vinna meðvitað að þroska sínum, það gerist ekki sjálfkrafa. John Mason hefur hjálpað mér að dýpka skilning minn á hve flókið ferli nám er og kýs ég því að enda þessa grein á orðum hans: „Ég get ekki breytt öðrum en ég get unnið að því að breyta sjálfum mér“ (Mason, 2002, bls. xii). AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.