Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 50
0
nemendur hafa ekki kynnst áður gefa tilefni til umræðna og tækifæri til að dýpka
þekkingu sína á þeim. Það er á ábyrgð kennarans að sjá til þess að nemendur fái tæki-
færi til að ræða um námið við bæði hann og aðra nemendur (Glasersfeld, 1995).
rannsóKnarfErliÐ
Ég safnaði gögnum um stærðfræðikennslu mína í þrjú ár. Ég tók upp fjölda kennslu-
stunda, skráði minnispunkta, bæði í kennslustundum og strax eftir þær, og safnaði
gögnum frá nemendum. Sumt af því efni sem ég safnaði sýndi ég bæði kennaranem-
um og starfandi kennurum á þeim námskeiðum sem ég kenndi á þessum tíma til að
gefa dæmi um hvernig börn leysa stærðfræðiverkefni. Minnispunktar frá samræðum
mínum um dæmin eru hluti af gögnum mínum. Þá skráði ég minnispunkta frá fund-
um með foreldrum og viðtölum við þá. Ég heimsótti líka aðra kennara sem voru að
kenna nemendum á sama aldri og ég, skoðaði kennslu þeirra, tók upp nokkrar kennslu-
stundir hjá þeim og ræddi við þá um stærðfræðinám og kennslu bæði nemenda þeirra
og minna. Samræður okkar tók ég flestar upp en skráði minnispunkta úr öðrum.
Þegar ég fór að leita leiða til að skilgreina þá þróun sem ég sá eiga sér stað í kennslu
minni eftir að ég fór að reyna að skilja hvernig nemendur mínir hugsuðu við stærð-
fræðinámið kynntist ég skilgreiningum Jaworski (1998) á því sem hún kallar starfenda-
rannsókn um þróun (evolutionary action research). Hún telur að þeir kennarar sem
ígrunda starf sitt og þróa með sér þekkingu og vitund með því að greina meðvitað
það sem þeir hafa lært við ígrundun sína stundi þannig rannsókn. Hún greinir á milli
slíkrar rannsóknar þar sem þróunarferli kennarans er í brennidepli og ræður ferð-
inni um hvernig rannsóknarferlið þróast og formlegrar starfendarannsóknar þar sem
skipulag rannsóknarinnar er vel skilgreint í upphafi og viðmiðunarrammar fyrirfram
ákveðnir. Hún leggur áherslu á að til þess að hægt sé að tala um að kennari þróist í
starfi þurfi hann að færast af því stigi að geta beitt þekkingu sinni í starfi yfir í að geta
ígrundað starf sitt eftir á og einnig ígrundað það í kennslustofunni og um leið tekið
þar ákvarðanir á grundvelli greiningar sinnar á því sem hann sér. Þar leitar hún í
smiðju til Donalds Schön (1983, 1987) sem hefur skilgreint hvað hann telur einkenna
fagmenn sem ígrunda starf sitt.
Þessi skilgreining hefur hjálpað mér að finna leið til að skilgreina rannsóknarferli
mitt. Mér fannst ég sjá þá breytingu að ég þokaðist frá því að geta beitt þekkingu
minni í starfi yfir í að geta ígrundað það sem ég sá og reyndi í kennslunni og nýtt mér
það til að taka ákvarðanir í kennslustofunni. Mér fannst ég ekki geta sett mér ákveð-
inn viðmiðunarramma til að fylla inn í þegar ég fór af stað með rannsóknina. Ég vildi
geta haft augu og eyru opin fyrir öllu því sem ég taldi að gæti haft áhrif á hvernig starf
mitt þróaðist og fanga það í rannsókninni.
Hugsmíðarannsóknir
Þegar ég fór að lesa mér meira til um rannsóknir á þróun kennara í starfi komst ég að
því að margir hafa unnið að svipuðum rannsóknum og ég. Ég hef kynnst tilraunum
AÐ LæRA AF E IG In KEnnSLU