Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 68
68
systemic theory; sjá Bursik, 1988; Bursik og Grasmick, 1993; Sampson og Groves, 1989;
Shaw og McKay, 1942/1969). Samkvæmt þessari kenningu er grenndarsamfélögum
með félagsgerð sem einkennist af tíðum búferlaflutningum, háu hlutfalli einstæðra
foreldra, lágri stéttarstöðu íbúa og skorti á efnahagslegum björgum hættara við auk-
inni tíðni afbrota og unglingafrávika. Ástæðan er einkum sú að þessi félagsgerðarein-
kenni eru talin minnka félagslegan auð (e. social capital) í grenndarsamfélaginu, það
er, þau eru talin veikja félagsleg tengsl á milli íbúa og nágranna, auk þess sem þau
eru talin veikja samstöðu og samtakamátt íbúanna (að hluta til vegna skertra tengsla
á milli þeirra). Þannig þekkir fólk síður nágranna sína í grenndarsamfélagi þar sem
búferlaflutningar eru tíðir; aðstæður einstæðra foreldra skerða oft getu þeirra til þess
að mynda tengsl og viðhalda tengslum við nágranna og aðra foreldra í grenndarsam-
félaginu og lág stéttarstaða íbúa og útbreiddur efnahagslegur skortur getur dregið úr
samstöðu íbúa og getu þeirra til þess að starfa saman á grundvelli grenndarsamfélags-
ins.
Lítill félagsauður í grenndarsamfélaginu er talinn hafa áhrif á frávikshegðun barna
og unglinga með margvíslegum hætti. Gisin tengslanet og skortur á samstöðu meðal
íbúa eru talin draga úr grenndareftirliti með unglingum og jafnaldrasamfélagi þeirra
(Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997). Þannig skipta íbúar
sér líklega síður af börnum og unglingum sem þeir kunna engin deili á og vera má
að skortur á samstöðu og trausti á milli íbúa dragi úr vilja þeirra og áræðni til þess að
skipta sér af eða koma í veg fyrir frávikshegðun barna og unglinga. Gisin tengsl milli
íbúa eru einnig talin draga úr beinu félagslegu taumhaldi foreldra á sínum eigin börn-
um (Coleman, 1988; Krohn, 1986; Sampson, 1997). Þannig hefur Coleman (1988) bent
á að þéttni félagstengsla milli foreldra í grenndarsamfélaginu (þ.e. að hve miklu leyti
foreldrar ungmenna í grenndarsamfélaginu þekkjast innbyrðis) hafi veigamikil áhrif
á það hve mikið taumhald er á börnum og unglingum (sjá Þóroddur Bjarnason o.fl.,
2005; Þórólfur Þórlindsson o.fl., í prentun). Séu þétt tengsl á milli foreldra í grennd-
arsamfélaginu fjölgar til muna þeim kringumstæðum þar sem hegðun unglinga er
undir beinu eða óbeinu eftirliti foreldra. Jafnframt má ætla að aukin tengsl á milli
foreldra í grenndarsamfélaginu auðveldi þeim og hvetji þá til þess að sýna samstöðu
um félagsleg norm í samskiptum sínum við börn og unglinga (Jón Gunnar Bernburg
og Þórólfur Þórlindsson, í prentun). Börn og ungmenni komi því til með að upplifa
aukna samstöðu um ríkjandi norm samfélagsins.
Samkvæmt þessari kenningu hefur félagsgerð og félagsauður grenndarsamfélags-
ins útbreidd áhrif á frávikshegðun unglinga í grenndarsamfélaginu. í samræmi við
þessa kenningu setjum við fram þá tilgátu að félagsgerðareinkenni skólahverfisins
(tíðni búferlaflutninga, hlutfall einstæðra foreldra, stéttarstaða íbúa) hafi tölfræðileg
áhrif á frávikshegðun unglinga (þ.e. á umfang frávikshegðunar í skólahverfinu), jafn-
vel þótt persónulegum aðstæðum þeirra sjálfra sé stjórnað tölfræðilega (þ.e. burtséð
frá því hvort þeir sjálfir hafi flutt nýlega, burtséð frá því hvort þeir sjálfir búi hjá báð-
um foreldrum o.s.frv.).
Loks er talið að jafnaldrahópurinn hafi mikil áhrif á frávikshegðun unglinga með
félagslegu námi og jafnaldraþrýstingi (sjá yfirlit í Warr, 2002). Áhrif jafnaldrahópsins
ÞAÐ ÞARF ÞoRP …