Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 66
66
það er að segja þætti sem einkenna grenndarsamfélag ungmenna en liggja utan við
einstaklingsbundnar aðstæður þeirra. Rík hefð er þó fyrir rannsóknum af þessu tagi
innan félagsfræðinnar, ekki síst rannsóknum á félagsgerð grenndarsamfélagsins
(e. community), eða hverfisins sem ungmenni tilheyra (Sampson og Groves, 1989;
Sampson, Raudenbush og Earls, 1997). Félagsfræðingar hafa lengi veitt því athygli að
tíðni ýmissa félagslegra vandamála er breytileg eftir landsvæðum og hverfum borga,
til að mynda tíðni afbrota, vímuefnaneyslu og sjálfsvíga (Blau og Blau, 1982; Durkheim,
1951; Messner og Rosenfeld, 1997). Grenndarkenningar (e. community theories) gera
ráð fyrir því að félagsgerð grenndarsamfélagsins geti haft veigamikil áhrif á frávik, lífs-
stíl og líðan barna og ungmenna. Með félagsgerð er átt við félagslega samsetningu (e.
structural composition) grenndarsamfélagsins, þætti á borð við félagslega þéttni þess
(e. social density), stéttar- og menntunarstig íbúanna, tíðni búferlaflutninga íbúa til og
frá grenndarsamfélaginu og hlutfallslegan fjölda barna og unglinga sem eiga einstæða
foreldra. Félagsfræðingar nefna þessa þætti makróbreytur til aðgreiningar frá einstak-
lingsbundnum þáttum sem þeir nefna míkróbreytur.
Rannsóknum á þessu sviði má skipta í tvennt. annars vegar eru rannsóknir sem
tengja ýmis einkenni grenndarsamfélagsins við aðrar makróbreytur, svo sem námsár-
angur skóla eða landshluta, ólíka afbrotatíðni milli borgarhverfa, eða breytilega sjálfs-
vígstíðni milli landssvæða (Blau og Blau, 1982; Bursik og Grasmick, 1993; Sampson og
Groves, 1989). Hins vegar eru rannsóknir sem tengja einkenni grenndarsamfélagsins
við einstaklingsbundnar fylgibreytur (míkró), svo sem frávikshegðun einstaklinga,
námsárangur þeirra, tekjur og líðan (Bursik, 1988; Coleman, 1961; Sampson, 1997).
Mikilvægi þessara rannsókna felst ekki síst í því að þær draga fram samfélagslegar
rætur vandamála sem okkur er tamt að hugsa um sem einstaklingsbundin fyrirbæri.
Grenndarkenningar gefa til kynna að áhrif félagsgerðar hafi tilhneigingu til þess að
breiðast um allt grenndarsamfélagið, en þetta þýðir að ekki er unnt að nema þessi
áhrif með því að skoða tölfræðileg tengsl á milli persónulegra aðstæðna einstaklinga
og frávikshegðunar þeirra. Til að mynda hafa bandarískir félagsfræðingar haldið því
fram að tíðir búferlaflutningar dragi úr stöðugleika og þéttni tengsla milli nágranna
og foreldra og veiki samheldni og samtakamátt grenndarsamfélagsins (Bursik og
Grasmick, 1993; Sampson og Groves, 1989). Þegar úr samskiptum dregur milli ná-
granna og samheldni grenndarsamfélagsins minnkar veikist félagslegt taumhald (e.
social control) fullorðinna á jafnaldrasamfélagi unglinga í grenndarsamfélaginu, sem
aftur eykur líkur á jaðarhópamyndun meðal þeirra. af þessum sökum er talið að ung-
menni sem búa í grenndarsamfélagi þar sem búferlaflutningar eru umtalsverðir sýni
meiri frávikshegðun að jafnaði en ungmenni sem tilheyra grenndarsamfélagi þar sem
búseta íbúa er stöðugri, burtséð frá því hvort þau sjálf hafi flust búferlum. Samhengis-
áhrif (e. contextual effect) af þessu tagi er aðeins unnt að skoða með því að mæla
félagslega samsetningu grenndarsamfélagsins í heild (makróbreytur) enda er ógjörn-
ingur að greina áhrif af þessu tagi með því að skoða einstaklingsbundnar aðstæður
(míkróbreytur) einvörðungu.
Á allra síðustu árum hafa íslenskir félagsfræðingar þó gert fáeinar tilraunir til þess
að skoða áhrif grenndarsamfélagsins á frávikshegðun unglinga. aðferðin sem þeir
ÞAÐ ÞARF ÞoRP …